Mig langar bara til að árétta það við ykkur að ef einhver verður uppvís að því að senda inn spoiler þá gerist nákvæmlega þetta:

Í fyrsta lagi: spoilernum verður að sjálfsögðu eytt strax.
Í öðru lagi: viðkomandi verður bannaður án viðvörunar og fær engan séns.

Þetta er bara sjálfsögð kurteisi við þá sem vilja bíða eftir að þættirnir verði sýndir á Stöð 2.

Það hafa undanfarið komið nokkrir korkar sem segja t.d. “9. sería er mjög góð, nýjir söguþræðir osfrv..” og “ég sá þátt 901, alveg frábær þáttur verðið að DL…” sko það er náttla nánast sjálfsagður hlutur að það séu nýjir söguþræðir kommon! Mér finnst bara tilgangurinn með þessum korkum nánast enginn og ég held að þetta hljóti að enda þannig að einhver getur ekki hamið sig og sendi inn spoiler… sem væri alveg ömó því þetta er síðasta serían og manni langar að bíða!

Plz takið tillit til hvors annars!

Kveðja simaskra.
Kveðja simaskra