Copy/paste af mbl.is

Ákveðið hefur verið að halda framleiðslu sjónvarpsþáttanna Friends áfram í einn vetur til viðbótar en mikil óvissa hefur ríkt um það hvort níunda þáttaröðin um vinina yrði framleidd. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Áætlað er að 24 þættir verði í þáttaröðinni en stjörnur þáttanna fá hundrað milljónir íslenskra króna fyrir hvern þátt.

Jeff Zucker, forstjóri NBC sjónvarpsstöðvarinnar, segir samningaviðræður hafa gengið ótrúlega vel enda hafi allir viljað láta að dæmið ganga upp þannig að hægt væri að ljúka sögu vinanna með viðeigandi hætti.

Heimild: www.mbl.is