Ég er að verða brjáluð hérna. Mig vantar að vita nafnið á 2 þáttum.

1. Þessi þáttur var sýndur á skjáeinum fyrir ekki svo löngu. Aðalpersónan er kona sem er sálfræðingur. Hún vinnur á stofu með fullt af öðrum sálfræðingum. Í fyrsta þættinum komst hún að því að kallinn væri að halda framhjá henni og keyrir á bílinn hans. Þeir sem vinna með henni eru m.a. breti sem vinnur með börnum, múslimi(að ég held)sem var að halda framhjá kellingunni sinni með svartri konu sem vann þarna líka. Ef einhver man hvaða þáttur þetta er endilega láta mig vita:)

2. Það er aðeins lengra síðan þessir þættir voru sýndir, fjallaði um stelpu sem að deyr í fyrsta þætti af því að hún fær klósettsetu í höfuðið. Eftir það verður hún svona einskonar maðurinn með ljáinn og hittir fullt af öðru fólki sem sér um það að drepa fólk. Einn er breti, aðalgaurinn er svona eldri týpa og svo er þarna líka ein ljóska.

Allar hugmyndir vel þegnar!:)