Það hafa örugglega margir gert grein um næturvaktina. En Næturvaktin eru þættir sem sýndir eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum kl. 20:00 (strax á eftir Mannamálum Sigmundar Ernis). En framhald af þáttunum mun held ég verða sýnt á Stöð 2 í mars 08 nk. En þeir þættir munu bera heitið “Dagvaktin”. Veit samt ekki alveg hvernig það mun vera, örugglega gerast um dag. En þessi þættir fjalla um Georg Bjarnfreðarsson, vaktstjóra á Shell Bensínstöðinni við Laugarveg, en það vinna ásamt honum á tiltekinni bensínstöð Ólafur Ragnar (Pétur Jóhann Sigfússon) og Daníel Sævarsson (Jörundur Ragnarsson). En þessi þættir hafa slegið met á Stöð 2. En þegar þættirnir byrjuðu á Stöð 2 haustið 2007 þá fóru 5 eða 6 þættir á niðurhalsvefinn torrent.is og var stjórnanda vefsins gerð skipun að loka vefnum.