Ég ætla að fjalla stuttlega um þáttinn Red Vs Blue þar sem þetta áhugamál er frekar dautt um þessar mundir.

Uppáhaldsþátturinn minn er Red vs. Blue.
Þátturinn er gerður af þeim Mat Trigger og Carl Pops og notast þeir eingöngu við leikinn Tribes sem var vinsæll árið 2000.
Red vs. Blue fjallar um tvö vélmenni, Prv ER10 og ER11 sem ganga til liðs við The Tribes sem er nokkurskonar her lands þeirra.

Strax í fyrsta þættinum byrjar gamanið þegar þeir eru sendir í sérverkefni til plánetunnar Kopos þar sem allt gengur á afturfótunum hjá þeim.
Ég er kominn á síðasta season 5 (það eru ca. 11 þættir í hverri seríu) og hrakar þáttunum aldrei.

Þættina getið þið nálgast á netinu frítt og mæli ég sterklega með þeim því þetta er fyndnasti þáttur sem ég hef séð á ævi minni.

Meira er hægt að lesa um þáttinn á www.wikipedia.org/wiki/Red_vs_blue og www.google.com

Three thumbs up
-Eurogamers


Takk fyrir mig