Varð bara að segja frá þessu, þarsem þetta er ekki tekið af neinni síðu eða neitt, heldur var ég að horfa á þetta með mínum eigin augum þegar ég tók eftir þessu. Ég var að horfa á VHS-spóluna; 6 sería - þættir 21-24 og tók eftir því að í þætti 23 segir Rachel undir lokin; “Ohh, stop the crying! I just dumped one cry-baby and believe me, I'll dump you too!” eða eitthvað í þá áttina (og á hún þá við karakterinn sem að Bruce Willis tók á sínum tíma).

En í þætti 24 hittir hún þann sama karakter á kaffihúsinu í byrjun þáttar… og mér sýnist þau vera nokkuð mikið ennþá saman ;o)

Vildi bara benda á þetta, mér til mikillar kátínu.<br><br>


<i>Það er margt skrítið í kýrhausnum…</i
_________________________________________________