Ég er í miklum vanda hér.  Ég sá fyrir nokkrum árum óendanlega fyndinn Friendsþátt en get ómögulega fundið hann aftur.  Ég hef leitað á videoleigum, kíkt aftan á spólur en einhvern veginn get ekki fundið hann.  Þátturinn fjallar um það þegar Joey fær heimsókn frá alfræðiorðabókasala.  Sölumaðurinn heldur mikla ræðu um ágæti vöru sinnar og á meðan reikar hugur Joeys til baka til allra þeirra stunda sem hann var útundan í umræðum vinanna.  Hann ætlar því að reyna að slá um sig í framtíðinni og fjárfesta í safninu en á því miður bara efni á einu bindi og kaupir sér bindið með bókstafnum v.  Þátturinn endar þannig að vinirnir eru saman á kaffihúsinu og Joey fer að skjóta inn í umræðuna alls konar orðum sem byrja á v.  
     Mig sárlega vantar að vita númer seríunnar og þáttarins.  Sá sem veitir mér þær upplýsingar hlýtur að launum ævarandi þakklæti mitt.
Kaise
                
              
              
              
               
        









