Mig sárlega vantar hjálp. Þannig er mál með vexti að ég sá fyrir svona tveimur eða þremur árum Friendsþátt, sem mér finnst vera einn sá besti. Vandamálið er að ég get ekki fundið hann, finn ekki í hvaða seríu hann er. Ég hef leitað á videoleigum, lesið aftan á allar Friendsspólur (að ég held) en finn hann ekki. Innihald þáttarins er í grófum dráttum þannig: Joey fær í heimsókn til sín alfræðiorðabókarsala sem heldur ræðu um ágæti söluvörunnar. Eftir langa ræðu fer Joey að hugsa til baka þegar hann var alltaf utanveltu í samtölum vinanna. Hann ætlar því að reyna að slá um sig næst og lesa nokkur bindi alfræðiorðabókanna en á því miður bara efni á einu bindi, sem inniheldur orð sem byrja á v. Hann kaupir það bindi og þátturinn endar á því að vinirnir eru að tala saman og Joey skýtur inn öðru hverju orðum sem byrja á v.
Þetta er innihaldið eins og ég man það. Endilega ef þið munið í hvaða seríu þátturinn er og númer hvað, þá svarið þessu bréfi og þið hljótið að launum ævarandi þakklæti mitt.