Eins og stendur er ég nú staddur í USA og sýna þeir friends þættina grimmt hérna. Ég hef verið duglegur við það að horfa á þættina sem ég hef nú séð flesta.
En það var fyrir stuttu sem að ég rak augun í soltið merkilegt.
Inn í suma þættina vantaði nokkrar senur.
Ég á marga af þessum þáttum á DVD og eru þeir þar oft lengri og á Best of Freinds jafnvel enn lengri. T.d. í þættinum í 1.seríu þar sem að Phoebe hittir vísindagaurinn
David í fyrsta skipti. Phoebe er að spila á kaffihúsinu og
David og vinur hans eru að spjalla saman og Phoebe fer að skamma
þá. á dvd kom settning frá Chandler sem að hljómaði svona: “that guy´s going home with a note.” og síðar eftir að Phoebe var hætt sagði Joey: “I thing he´s going home with a little more than a note.” þessar tvær settningar vantaði alveg inn í þáttinn sem sýndur var í sjónvarpinu.
Svo var líka annar þáttur þar sem að átti að halda óvænta afmælisveislu fyrir Phoebe og allir öskruðu surprise þegar Ross labbaði inn með afmæliskökuna og hann misti hana í gólfið. síðan þegar allir standa yfir kökunni þá labbar Pheobe inn og allt “surprisið” misheppnast. á dvd hætti þetta atriði þarna en á best of hélt það áfram þar sem að Pheobe las útúr kökunni Phe hee og sagði: “What a strange new nick name, I like it.”
Mér langaði bara svona að benda á þetta og sjá hvort að einhver annar hafi tekið eftir þessu.
En er það ekki synd ef að við erum svo að missa af helling af bráðfyndnum atriðum??

P.S. afsakið ef það eru einhverjar villur í beinum tilvittnunum í þættina.