Hvað er það við Friends sem veldur því að maður getur horft á þættina aftur og aftur( þá er ég að meina eldri þættina, sería 6 og 7 eru ekki það góðar). Oft þegar ég er að fara á djammið þá kíki ég fyrst á nokkra góða Friends þætti á fyrstu bjórunum. Þeir koma manni í þvílíkt gott skap og þá er maður reddí á djammið. Oftast horfi ég á þætti sem innihalda sem mest af Joey&Chandler atriðum. Ég hef meiraðsegja platað pabba minn að horfa á þættina og hann er sammála mér um að það sé hægt að horfa á Friends
endalaust og hann horfir nú ekki á hvað sem er.
Ég mæli með því að fólk kíkji á nokkra vel valda þætti úr Friends áður en það fer að djamma.

Cactuz

——*—*—*
——-*–*–*
——–*-*-*
———-*
———-*
———-*
kveðu