Ég er búinn að vera að lesa marga korka og greinar um Friends og Friends vini, og flest allt sem því viðkemur.

Því kemur mér mjög á óvart að þeir sem eru hvað mestu “böffin” skuli ekki vera búnir að gera tvennt:

Í fyrsta lagi að opna alíslenska heimasíðu: friends.is Eftir því sem ég veit best er hún ekki til.

Og í annan stað, ég veit um einhverja aðila sem downloada þáttunum daginn eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum, en hvar þeir eru til almenns brúks fyrir okkur íslendinga er hvergi auglýst (aftur, eftir minni bestu vitund).

Því miður er ég ekki mikil vefforritari og ætla ekki að sýna þáttunum og áhugamálinu þá vanvirðingu að ráðast í gerð hennar sjálfur. En einhver af okkur hlýtur að geta gert flotta síðu, þar sem hægt er að nálgast þættina, þó að í slökum gæðum séu, til að vera nú ekki langt á eftir kananum. ¨Og við spörum gjaldeyri og kostnað í leiðinni, því ekki þarf nema eitt DL frá útlandinu, restin er gerð innanlands, án kostnaðar fyrir okkur hin. Og ég skal þess vegna taka það að mér að DL þáttunum.

Varðandi höfundarréttarmálin, ég held að flestir sem hafa amk jafnmikinn áhuga á þeim og ég muni nú samt kaupa vídeo/dvd eintak þegar það verður gefið út !