Mig langar bara endilega til að hvetja ykkur til að senda inn greinar og þ.h. til að rífa þetta áhugamál úr þeim dvala sem það er í. Samkvæmt minni bestu vissu á 9 serían að byrja á stöð 2 í janúar (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) og í USA núna í lok september. Þið getið sent inn ykkar hugleiðingar um þættina, óþarfa fróðleik um leikarana eða bara hvað sem er (ef það tengist áhugamálinu off kors…)
Sannir Friends aðdáendur fagna að sjálfsögðu öllum umræðum um þættina… ekki satt?

Miklar líkur eru á því að þetta verði síðasta serían sem verði gerð. Er ekki málið að nýta tímann meðan þessir þættir eru á lífi og pústa soldið? Hvað finnst ykkur? Er eitthvað sem ykkur finnst vanta á Friends áhugamálið?


Kveðja simaskra.
Kveðja simaskra