Kannski að 10. serían komi…
Þetta er haft eftir morgunblaðinu í dag þann 25. júlí

Yfirmaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, Jeff Zucker, hefur látið hafa eftir sér að ekki sé útilokað að þáttaraðirnar um Vinina sívinsælu verði fleiri en áformað hefur verið.
Síðasti þátturinn í níundu þáttaröðinni verður sýndur í Bandaríkjunum í maí á næsta ári og var áður búið að gefa út yfirlýsingu um að það yrði allra síðasti þátturinn um þau Joey, Rachel, Monicu, Ross, Phoebe og Chandler.

Nú hefur Zucker hins vegar tjáð sig um málið og sagt að það verði ómögulegt að fylla í tóm Vinanna og að ekki sé útilokað að tíunda þáttaröðin muni líta dagsins ljós.

Framleiðendur þáttanna eru þó ekki á sama máli og segjast vera að semja handrit níundu seríunnar með það í huga að hún verði sú síðasta. Þeir segjast þó ekki vera komnir með lokaendi á ævintýrum vinanna en lofa því að hann verði gleðilegur.

Vinir eru með vinsælustu sjónvarpsþáttum sem framleiddir hafa verið frá upphafi og hafa þeir skipað aðalleikurunum sex í hóp hæstlaunuðustu leikara í sjónvarpsþáttum, en hvert og eitt þeirra fær greiddar tæpar 90 milljónir íslenskra króna fyrir hvern þátt.

Þrátt fyrir árin níu á skjánum virðast Vinirnir ekki vera að tapa vinsældum, nema síður sé, en síðasta þáttaröðin var vinsælust þeirra allra.

P.S. Þetta áhugamál er nánast dautt svo að mér fannst bara allt í lagi að senda in copy/paste grein. Þeir sem eru ekki sammála mér um það geta bara haldið skoðunum sínum fyrir sig!!!