Allt sem þú vissir EKKI um Friends... :) Upphaflega áttu vinirnir bara að vera fjórir, þ.e. Joey, Ross, Rachel og Monica. Þau Phoebe og Chandler voru bara aukapersónur. Þegar verið var að taka upp fyrsta þáttinn stóðu þau Matthew (Chandler) og Lisa (Phoebe) sig hins vegar svo vel að framleiðendur ákváðu strax að fjölga vinunum til frambúðar í sex!!!

Friends hétu upphaflega ekki Friends. Upphaflega áttu þeir að heita Across the Hall. Heitið hlaut hins vegar ekki hljómgrunn hjá framleiðendunum og nafninu var breytt í Six of One. Ekki leið á löngu uns það nafn fór einnig í tunnuna og ákveðið var að breyta því í Friends Like Us. Síðan var því nafni stytt í Friends…

Upphaflega ætluðu framleiðendur Friends að hafa eina aðalpersónu í þáttunum, sem þó átti eki að vera einn af vinunum. Ástæðan fyrir þessu var ótti þeirra um að þættirnir myndu eingöngu höfða til mjög ungra áhorfenda, en ekki neitt til þeirra sem eldri voru. Aðalðpersónan átti að vera ráðagóður eldri veitingamaður á kaffihúsi í næsta nágrenni við vinina, en þangað áttu þeir að geta leitað með sín margvíslegu vanda- og leyndarmál. Þessi persóna komst þá aldrei lengar en á hugmyndastigið!!!

-Takk fyrir, Birta :)