5. Trivian niðurstöður Þá er 5. trivian búin og ég vil þakka öllum sem tóku þátt í henni.
Svörin eru eftirfarandi:
1: Hvað heita fjölskyldumeðlimirnir í Malcolm in the middle(7 samtals) og nefnið 2 af leikurunum.
Þetta var áreiðanlega erfiðasta spurningin og það er ástæðan að gaf lítið fyrir hvert rétt svar. Malcolm er leikinn af, Frankie Muniz, Lois af Jane Kaczmarek, Reese af Justin Berfield, Hal af Bryan Cranston, Dewey af Erik Per Sullivan, Francis af Christopher Masterson(Sumir ættu að kannast við bróður hans sem lék Steven Hyde í That 70's Show og Christopher kom í nokkrum þáttu í 4. seríunni)og Jamie er leikinn af James og Lukas Rodriguez
2:Hvaða karakterar í The Simpsons hafa Kelsey Grammar, David Hyde Pierce og John Mahoney(Allir úr Fraiser) talað fyrir(Grammar tíu sinnum, Pierce tvisvar og Mahoney einu sinni)
Robert Underdunk Terwilliger a.k.a. Sideshow Bob er talaður af Kelsey Grammar, sem kom fyrst fram í fyrstu seríunni, Cecil Terwilliger talaður af David Hyde Pierce og kom fram í fyrsta sinn í 8. seríunni með Sideshow Bob og Dr. Robert Terwilliger er talaður af John Mahoney og þeir komu allir 3 fram í 19. seríunni.
3:Hvaða leikari úr Blackadder leikur í House M.D.?
Þetta er auðvitað snillingurinn Hugh Laurie
4:Hvað heitir pabbi Joey Tribbiani úr Friends?
Hann heitir Joseph Tribbiani Sr. en ég gaf rétt fyrir þótt að Sr. væri ekki með.
5:Hver leikur Earl í My name is Earl?
Hann heitir Jason Lee.
6:Hvaða leikari lék bara í fyrstu seríunni af Fóstbræðrum og hvaða leikari kom í staðinn fyrir hann?
Það voru ekki allir með þetta rétt sem er bara skandall því allir íslendingar eiga að þekkja Fóstræður. Hilmir Snær Guðnason var í fyrstu seríunni og í hans stað kom Þorsteinn Guðmundsson.
7:Hvað er millnafn Chandlers Bing?
Muriel(Hilarious isn't it)
8:Hvað heitir hljómsveitin í þáttunum Metalocalypse
Hún heitir Dethklok og ég ráðlegg öllum að prófa að horfa á þessa þætti.
9:Hver leikur Hannah Montana í samnefndum þáttum?
Mér var alveg sama hvort fólk vissi þetta því persónulega hef ég séð betri þætti. En leikkonan heitir Miley Cyrus.
10:Maggie Wheeler er fræg fyrir að vera aukaleikari í tveimur frægum þáttaröðum. Hvaða þáttaraðir eru það og hvað hétu persónurnar sem hún lék í þeim ?
Hún lék Janice Litman Goralnik née Hosenstein í Friends(ein af uppáhalds aukapersónunum mínum í þessum þáttum) og Lindu í Everybody Loves Raymond.
11:Hvaða breski grínisti lék aðalhlutverkið í þáttunum The Thin Blue Line ?
Það var einn af fyndnustu mönnum í heiminum: Rowan Atkinson
12:Hvað heitir konan sem spilaði alltaf undir í bandarísku útgáfunni af Whose Line is it Anyway og á hvað spilaði hún?
Það var Laura Hall og hún spilaði á píanó.

Stigataflan
Optimus: 21 stig
Kuruimizu: 17 stig
NotOrdinary: 16 1/3 stig
vettlingurinn: 12 stig
Cherish: 11 stig
Vikkisig: 10 stig
McUsername: 6 2/3 stig
Nesi13 3 2/3

Ég vil óska Optimus til hamingju. Hann hafði einmitt allt rétt. Einnig vil ég þakka Stec fyrir að hafa samið síðustu 3 spurningarnar.
Að lokum við ég láta fólk vita að það er trivia í gangi á /hp og ég vil nú fá sem flest svör: http://www.hugi.is/hp/providers.php?page=view&contentId=6245211

Takk fyrir
sabbath