Hér eru semsagt úrslitin við Triviunni sem ég gerði og ég vona að fólki hafi fundist eitthvað varið í spurningarnar hjá mér.

Spurningarnar og svörin eru hér að neðan:

1. Hvað heitir leikarinn sem leikur Arthur Spooner í þáttunum The King of Queens og hvað heitir sonur hans sem einnig hefur gert það gott sem leikari ? (1 stig hvort)
Það voru flestir með þetta, en þetta eru semsagt Jerry Stiller og sonur hans Ben Stiller

2. Hvaða tvær aukapersónur í Friends eru einu aukapersónurnar sem koma fram einhvertímann í öllum seríunum, án þess að vera skyld einhverri af aðalpersónunum ? (1 stig hvort)
Flestir með þetta líka, en þetta eru Janice og Gunther


3. Hvað heitir leikarinn sem lést árið 2006 eftir að hafa verið greindur með alvarlegan hjartasjúkdóm, en hann hafði oft verið sagður með fyndnari “gamalmennum” í bransanum, sérstaklega fyrir hlutverk sitt í mjög vinsælum gamanþætti. (1 stig)
Það kom mér mjög á óvart hvað þessi spurning vafðist fyrir mörgum, en þetta er auðvitað hann Peter Boyle sem lék Frank í Everybody Loves Raymond. Hvíl í friði.


4. Hvað heita 2 bestu vinir Drew Carey í þáttunum The Drew Carey Show ? (Fyrri nöfn nægja) (1 stig hvort)
Oswald og Lewis - Meistarar


5. Hvað hét leikarinn sem lék Maxwell Smart - Agent 86 í þáttunum Get Smart ? (2 stig)
Þetta var meistari Don Adams í einna skemmtilegustu gamanþáttum sem ég hef séð þó að þeir séu gamlir, frá 1965


6. Hvaða tveir grínarar héldu uppi nafninu Radíusbræður ? (1 stig hvort)
Það kom einnig á óvart hvað þetta vafðist fyrir mörgum, en þetta eru auðvitað Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson


7. Hvaða aðalleikari í The Simpsons kom fram í fleiri en einum þætti af Friends sem aukapersóna ? (1 stig)
Þetta var hann Hank Azaria sem lék David “the science guy”


8. Hvaða tveir leikarar fyrir utan Drew Carey voru ávallt með í Bandarísku útgáfunni af Whose Line Is It Anyway ? (1 stig hvort)
Þetta eru auðvitað þeir Ryan Stiles og Colin Mochrie sem eru algjörir meistarar!


9. Hvað heitir leikarinn sem lék Ken Titus (pabbann) í þáttunum Titus, en hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Prison Break ? (1 stig)
Það er hann Stacy Keach


10. Hvað heitir persónan sem Paul Rudd lék í Friends ? (1 stig)
Mike Hannigan hét persónan. Margir sem svöruðu bara Mike en mér fannst það ekki nóg svo það er einungis hálft stig fyrir Mike.


11. Hvaða tveir aðalleikarar í þáttunum House M.D. trúlofuðust eftir að hafa kynnst fyrst við tökur á þættinum ? (1 stig fyrir hvort)
Margir sem vissu ekki nöfnin á leikurunum, en þetta eru leikararnir Jesse Spencer (Dr. Robert Chase) og Jennifer Morrison (Dr. Allison Cameron)


12. Hvað heita leikararnir sem leika bræðurna Charlie og Alan Harper í þáttunum Two And Half Men ? (1 stig fyrir hvort)
Þetta eru þeir Charlie Sheen og John Cryer. Flestir vissu Charlie en færri sem vissu John.


Úrslitin voru á þessa leið:

sabbath: 20 stig
Realistic: 14 stig
soleyh94: 14 stig
otiz:13,5 stig
Vikkisig: 13,5 stig
endla: 13 stig
Flunitrazepam: 12,5 stig
Toggi: 11,5 stig
THT3000: 9,5 stig
Jolamadurinn: 9 stig
smalltal:k 7 stig

Ég vil óska sabbath til hamingju með sigurinn, hann fékk fullt hús og ég bara vona að hann hafi ekki svindlað :)
Segi aftur að ég vona að fólki hafi líkað spurningarnar og vil þakka þeim sem tóku þátt fyrir þátttökuna :)