Þar sem að hver sem að átti að koma með nýjasta trivia hefur ekki látið sjá sig ætla ég bara að láta til skarar skríða.

1. Hvað er “Unagi” samkvæmt Ross Geller úr Friends? (1 stig)

2. Hver eru gælunöfn John Dorian (J.D.), Christopher Turk og Elliot Reid. ( Í þessari spurningu koma nokkrir möguleikar til greina). (1 ½ stig)

3. Nefnið þrjá gestaleikara úr Seinfeld sem hafa seinna leikið stórt hlutverk í öðrum gamanþætti. (3 stig)

4. Þrír aðalleikarnir úr þættinum Boston Legal hafa leikið aðalhlutverk í þremur öðrum mismunandi þáttum. Hvaða leikarar eru þetta og í hvaða þáttum hafa þau leikið aðalhlutverk? (6 stig)

5. Hvað heita bræðurnir tveit úr þáttunum Boondocks? (1 stig)

6. Af hverju gat karakter David Duchovny, Hank Moody, ekki gefið út nýjustu bók sína í þættinum Californication? (1 stig)

7. Í þessum þætti er meðal annars fjallað um þætti sem heita The Girlie Show. Hvað heitir þátturinn? (1 Stig)

8. Hver er hárlitur Kenny, Stan, Kyle og Cartman í þáttunum South Park? (4 stig)

9. Hvaða karakter í The Simpsons var upprunalega svartur en var svo breytt þannig að karakterinn varð hvítur? (1 stig)

10. Hver sagði “Holy crip, he’s a crapple” og í hvaða þætti er hann? (1 stig)

Muna að senda Ravro svör við spurningum.
With enough soap, you can blow up the world.