Titus Titus!

Þessir þættir ættu flest allir að þekkja, Titus. Ég sá þessa þætti fyrst á skjáeinum fyrir löngu síðan og fannst þeir hrein snilld. Ég hló yfir þessum frábæru þáttum sem sló í gegn. En vegna ömurlegs minnis missti ég mjög oft af þátttum og áður en ég vissi voru þeir ekki lengur í imbakassanum. En svo rakst ég á þá á vikingbay og ákvað að sækja þá og sé ekki eftir því, ég lá í hláturkrampa yfir þessum þáttum þegar ég horfði á þá og horfði á sömu þættina aftur og aftur. Það eru 3 seríur af þessum þáttum og ég mæli með því að fólk næli sér í þessa þætti á einhvern hátt.

En þessir þættir fjalla um bifvélavirkjann Christopher Titus sem dreymir um að stofna sitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að hanna og smíða bíla, einnig kemur inn heimskupör bróðir hans Dave Titus, samband hans við kærustuna/unnustu sína Erin Fitzpatrick og að sjá um besta vin sinn Tommy Shafter. En ekki ólst hann upp án foreldra en pabbi hans, Ken Titus, sem er alkahólisti en viðurkennir það ekki. En hann elskar ekkert meira en að niðurlægja son sinn og kenna honum lexíur með því að láta gera hætturlega hluti og kenna honum þannig að gera það ekki aftur, en því miður getur hann ekkert annað farið. Mamma hans er á geðsjúkrahúsi vegna geðklofa, hún kemur samt stundum fyrir í þáttunum en bara þegar það á að setja hana á ´´parole´´ and í hvert skipti sem það gerist reynir hún að drepa Ken. En hann elskar hana samt þrátt fyrir það og reynir alltaf að gera hið rétta.

Aðalpersónur:

Cristopher Titus (Cristopher Titus); Cristopher er rugluð manneskja sem reynir að gera rétt en mistekst í flestum tilraunum og verður oft reiður og skammast í öllum en er í raun ljúfur en á erfitt með að höndla skapið sitt. Titus elskar ekkert meira en kærustuna/unnustu sína meira, nema kannski bíla. Hann hefur alltaf verið sjúkur í bíla og eytt mest allri ævi sinni í að gera við þá, eyðileggja þá og smíða þá. Honum dreymir að eiga sitt eigið fyrirtæki og hafa bróður sinn og besta vin sinn með sér í því.

Erin Fitzpatrick ( Cynthia Watros); Erin er kærasta/unnusta Cristophers og er einmitt sú manneskja sem reddar Cristopher úr öllum vandamálum og passar uppá hann. Hún var reyndar sú sem Cristopher var hrifin af í ´´high school´´ en hann var mesti lúðinn með hún var vinsælust. Hún er sú sem heldur sambandi Cristophers og pabba hans saman og passar uppá það að þeir reyni ekki að stinga hvorn annan á hold. Erin breytir alltaf rétt og er í rauninni límið sem heldur Titus fjölskyldunni saman.

Dave Scouvel/Titus (Zack Ward); Án efa uppáhalds persónan mín í þessum þáttum. En Dave er hálfbróðir Cristopher en mamma hans skildi hann eftir hjá Ken pabba hans þegar hann var lítill. Margir mundu halda að Dave sé þroskaheftur en hann er í raun og veru það ekki, hann hefur bara reykt of mikið marjúana. Dave kemur sér oft í vandræði en hefur Cristopher bróðir sinn alltaf til að bjarga sér úr vandræðum. Dave er almennilegur nágungi en á oft erfitt með að höndla lífið sitt.

Tommy Shafter (David Shatraw); Tommy er sá sem ólst upp í hinu ´´fullkoma´´ heimili og við hinu ´´fullkomnu´´ fjölskyldu og er alltaf indæll og góður við alla en þegar það kemur að pressu brotnar hann saman og þegar vandamál koma upp þá missir hann það og veit ekkert hvað á að gera. Tommy er besti vinur Cristopher og stendur alltaf við hlið hann, en það er kannski vegna þess að hann þorir ekki öðru. Dave er líka sá sem fær að vita öll leyndarmálin og veit allt, en þegar stundin kemur leysir hann frá skjóðunni og segir öllum allt útaf pressu. Dave er samt indælasti nágunginn í þessari þáttaröð og reynir alltaf að gera það sem er rétt en eins og Cristopher þá klikkar það oftast.

Ken Titus (Stacy Keach); Þessi persóna er besta persónan í þessum þáttum. Ken er pabbi Cristophers og Dave og þykir ekkert meira gaman eða spennandi en að niðurlægja þá bræður og kenna þeim lexíur á erfiðan hátt. Ken er alkahólisti en neitar að viðurkenna það og hugsar bara um að drekka og ná sér í konu. Hann hefur verið giftur fimm sinnum og missir alltaf allt við hvern skilnað. En einhvern meginn nær hann sér alltaf í aðra konu í langan eða ekki langan tíma. Hann nær þó alltaf að rústa samböndunum með því að halda fram hjá öllum kvenfólkinu og koma við þær eins og þræla. En þó hann eigi erfitt með að sína ást sína þykir honum vænt um syni sína og vill þeim allt það besta.


Takk fyrir mig:)
Þetta er mín fyrsta grein svo ábendingar eru vel þegnar og ég afsaka stafsetningarvillur :)
/k