Friends Ég ætla að skrifa smá um allar persónurnar Friends.

Þegar fyrsti þátturinn byrjaði kemur Rachel Greene inn á Central Perk í brúðarkjól nýbúinn að flýja unnusta sinn(Barry) við altarið. Rachel flutti til Monicu Geller sem hún þekkti í High School. Rachel byrjaði að vinna á Central Perk síðan í Bloomingdale's og Ralph Lauren. Hún eignaðist dóttur með Ross Geller sem var skírð Emma.

Ross Geller er Steingervingafræðingur og hefur átt þrjár eiginkonur. Hann skildi við fyrstu eiginkonuna sína Carol þegar hann var 26 ára gamall. Hún hafði fundið það út að hún væri lesbía. Stuttu eftir skilnaðinn kom í ljós að hún var ólétt eftir hann. Carol er gift Susan Mayer og þau ala upp son Ross, Ben. Hjart annarar eiginkonu hans brotnaði þegar hann sagði að Rachel væri nýja eiginkona hans við altarið. Svo var Rachel þriðja eiginkona hans þegar þau urðu full í Las Vegas.

Systir Ross og besta vinkona Rachel Monica Geller-Bing er kokkur á veitingahúsi. Hún giftist Chandler Bing besta vini Ross. Þau voru saman í leyni í 6-7 mánuði og vinirnir tóku því ekki sérlega vel þegar þau föttuðu. Monica og chandler vildu lengi eignast barn og loks ákváðu þau að ættleiða barn. Þeim brá heldur í brún þegar þau komust að því að Erica(Konan sem fæddi fyrir þau) gekk með tvíbura.

Fyrrverandi herbergisfáleagi Chandlers, Joey er ekki svo góður en sætur leikari. Hann lék Dr. Drake Ramoray í Days of Our lives en handritshöfundarnir drápu Drake þegar hann sagðist hafa samið flest handritin sín við sápuóperudagskrána. Hann á sjö systur en engann bróður. Systur hans heita Gina, Tina, Mary Angela, Goria, Mary Theresa og Cokkie Tribbiani. Amma hans er Nonna Tribbiani.

Fyrrverandi herbergisfélagi Monicu Phoebe Buffay er nuddari og söngkona. Hún syngur og spilar á gítar á kaffistaðnum Central Perk. Frægasta lag hennar er “Smelly Cat”. Einu sinni var gert myndband með henni að syngja Smelly Cat en það var skipt um rödd. Phoebe giftist frekar oft en aldrei af því að hún elskaði mannin. Í síðustu seríunni giftist hún Mike Hanigan. Móðir hennar framdi sjálfsmorð þegar hún var ung og faðir hennar fór á brott áður en hún fæddist. Hún á líka tvíburasystur, Ursula Pamela Buffay en þær talast ekki við hvor aðra og Ursula lék í klámmyndum undir nafninu Phoebe Buffay. Phoebe fæddi þríbura fyrir hálfbróður sinn og konu hans(Fyrrverandi heimilisfræðikennara hans sem var of gömul til að eiga börn). Í endanum á þáttunum ætlar Rachel að flytja til Parísar, Monica og Chandler ætla að flytja upp í sveitarlegt úthverfi og ala upp börnin þar. Rachel fór til Ross eftir að hann sagði við hana að hann elskaði hana og þau byrjuðu saman að nýju. Phoebe er gift Mike Hanigan og Joey flytur til Los Angeles til systur sinnar Ginu.