Heilir og sælir notendur góðir.

Eins og sumir hafa eflaust tekið eftir er komin upp ný trivia en svo að það fari ekki framhjá neinum set ég hana líka hér. Til vonar og vara ætla ég að læsa þessari grein svo engin setji svörin inn hérna :) endla sér um keppnina að þessu sinni, sendið henni svörin. Þið hafið þangað til á miðnætti næsta sunnudag. Skemmtið ykkur vel!

# Hvað heita þættirnir, sem eru í endur-endursýningu á Stöð2, þar sem Will Smith leikur sjálfan sig? (1 stig)

# Hver leikur hinn vægast sagt graða Bob “Bulldog” Brisco í þáttunum Fraiser? (1 stig)

# Hvað heita synir Lynette í þáttunum Desperate Houswifes? (1 stig)

# Hver skrifaði bókina Sex and the city, sem samnefndir þættir voru byggðir á? (1 stig)

# Hver lék umboðsmann Joey, Bobbie, í þáttunum Joey? (1 stig)

# Hvaða Spin-off þættir hafa átt mestri velgengni að fagna? (1 stig)

# Kramer fékk heila setningu í mynd með Woody Allen, hver var setningin? (1 stig)

# Hvaða leikari lék pabba unglingastúlkunnar Elisabeth sem Ross (Friends) var með? (1 stig)

# Frá hvaða plánetu eru Lrr og Ndnd í Futurama? (1 stig)

# Hvað heita Bart og Lisa fullu nafni (Í The Simpsons)? (hálft stig hvor) (1 stig)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _