Skemmtilegar staðreyndir um Friends sem flestir ættu að þekkja Þetta er nokkrar skemmtilegar staðreyndir sem ég hef séð svona á hinum og þessum Friendssíðum og viðtölum. Ég held að flestir Friends áhugamenn ættu að þekkja þessar staðreyndir en kannski er eitthvað þarna sem kemur á óvart

Upphaflega átti Courtney Cox að leika Rachel en bað um leika Monicu eftir að hafa lesið um þá persónu.

Mitchell Whitfield sem leikur Barry (sá sem Rachel skildi eftir við altarið) átti að leika Ross en fékk Barry hlutverkið í sárabót eftir að hann missti hlutverkið

James Michael Tyler sem leikur Gunther fékk hlutverkið þar sem hann var eini aukaleikarinn sem kunni á espresso-kaffivél

Pabbi Matthew Perry lék pabba Joshua (kærasta Rachel um stund) í einum þætti

Aleiga Matt Le Blanc þegar þættirnir byrjuðu var 825 krónur, Þegar “Vinirnir” fengur fyrstu launaávísunina keypti Jennifer sér bíl en Matt keypti sér heita máltíð.

Hurðin á skápnum hennar Monicu eru reyndar dyr sem crewið og leikarar notuðu til að komast útúr leikmyndinni

June Gable sem leikur Estelle lék einnig hjúkku í The One With The Birth þar sem hún er viðstödd tvær fæðingar. Fæðingu Ben og einnig fæðingu þar sem Joey hjálpar mömmunni vegna þess að faðirinn var ekki á svæðinu. Leah Remini sem leikur mömmuna fór í prufu fyrir hlutverk Monicu en fékk þetta hlutverk í sárabót þegar hún fékk ekki hlutverkið.
(Ef Courtney hefði leikið Rachel eins og það átti að vera þá hefði Remini líklega leikið Monicu-Talandi um óheppni)

Lisa Kudrow var lafhrædd við öndina sem birtist í 3 seríu

Courtney tók sér Arquette nafnið þegar hún giftist David Arquette( á sama tíma og lokaþáttur 5 seríu var gerður) en í miðri 9 séríu sleppti hún Arquette nafninu í minningu föður sín sem lést skömmu áður.

Fyrsti leikarinn í Friendsseríunum sem lék í Hollywood mynd var Marcel apinn

Áður en tökur hófust átti aðalástarsambandið að vera á milli Joey og Monicu.

Foreldar Chandlers Nora og Charles voru skírð eftir persónunni Nora Charles úr sakamálseríunni “Thin Man”

Gunther, Janice, Judy Geller og Jack Geller eru einu persónurnar fyrir utan Vinina sem voru í öllum seríunum.

Launin voru alltaf nákvæmlega sömu hjá öllum aðalleikurum.

Lisa Kudrow var ólétt á sama tíma og Pheobe en hún leit samt ekki útfyrir geta verið með þríbura í mallanum svo að hún þurfti að vera með aukabumbu utan um bumbuna sína.

Charlton Heston, Sean Penn, Susan Sarandon, Helen Hunt, Julia Roberts, Reese Witherspoon, Robin Williams og George Clooney eru einu leikararnir sem hafa birst í Friendsþáttunum sem hafa unnið Oscar.

Lisa gat ekki verið með í London þættinum af sömu ástæðu og Pheobe (Mátti ekki fljúga vegna þess að hún var ólétt)

Bruce Willis lék ókeypis gestahlutverk í Friends rétt eftir tökur á The Whole Nine Yards. Ástæðan fyrir að Willis lék í Friends ókeypis var sú að hann tapaði veðmáli fyrir Matthew Perry þegar þeir léku saman í TWNY. Willis vann til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt í Friends.