Fyrst og fremst vil ég taka það fram að þetta eru mínar skoðanir og óska þess að þið virðið þær ;)
Og látið mig vita ef ég er að gleyma einhverjum sem ég er örugglega að gera !

Strákarnir//Alla virka daga kl.19:40

Mér finnst þeir orðnir soldið þreyttir. Ég er hætt að nenna að fylgjast með þeim, þetta er eiginlega allt það sama. Mér finnst þeir samt mjög fyndnir.

Grey's Anatomy (Gaman/Drama)//Mánud. kl.20:05.

Mér finnst þessir þættir alveg brilliant og engu að síður karektarnir. Það er gaman að fylgjast með þessum þáttum og maður bíður spenntur eftir næsta.

How I Meet Your Mother//Miðvikud. kl.22:10.

Mér finnst þessir þættir alveg ágætir. Samt skil ég vel þegar þeim er lýst í líkingu við Friends, þeir minna voðalega mikið á þá en ekkert getur toppað Friends ;)

Curb Your Enthusiasm//Fimmtud. kl.22:20.

Mér finnst Larry David ekkert svakalega skemmtilegur. Mér fannst þessir þættir svona ágætir við og við en mér finnst hann stundum svo leiðilegur.

Mr.Bean//Föstud. kl.19:40.

Mér finnst Mr.Bean alltaf jafn fyndinn. Hlæ alltaf jafnmikið af þessum aulahúmorum. Reyndar soldið eins en það er ekkert til að pirra sig á.

The Simpsons//Föstud. kl.20:05.
Mér finnst þessir þættir hrein snilld. Ég fæ ekki nóg af þeim ! Ég á nokkrar seríur. Það eina sem fer í taugarnar á mér er hvað sumir þættir eru soldið ógeðslegir, þið vitið, of mikið blóð og svona. Annars er það ekkert mikið en mér finnst það einum of því það horfa börn á þetta.

Two And A Half Men//Föstud. kl.20:30

Mér finnst þessir gaurar mjög fyndnir. Alan fer alltaf jafnmikið í taugarnar á mér, veit ekki afhverju :D Þetta eru reyndar ekki þættir sem ég fylgist mikið með en þeir eru í lagi.

Stelpurnar//Föstud. kl.20:55.
Mér fannst þær mjög fyndnar en nú eru bara ein og ein atriði. Gerðist bara með þær eins og Svínasúpuna, mjög góðir fyrst en svo dempuðu þeir aðeins niður. Ágætar samt.

Oliver Beene//Laugard. kl.19:40

Mér finnst þessir þættir bara ágætir en ég fylgist ekki með þeim. Þannig ég bara veit hreinlega ekki hvað ég á að segja um þá :)

William And Mary(Grín/Drama)//Sunnud. kl.19:40

Mér finnst þessir þættir mjög fyndnir en ég er hætt að fylgjast með þeim, þeir hafa breyst svakalega mikið síðan þessi sería byrjaði.

Ekki sú skemmtilegasta grein en mér finnst svona ekta gamanþættir eiginlega að deyja út. Ég sakna Friends sárt og líka Futurama en það er að fara að byrja aftur :D Þessir þættir eru náttúrulega bara gamanþættir á Stöð2 en það er ekki mikið af þeim á hinum stöðvunum sem mér finnst skemmtilegir. Family Guy og My Name Is Earl t.d. er svona ágætt. Allavega endilega segja ykkar skoðanir en ekki skít :)