Drew Carey's Green Screen Show Green Screen Show er einn af fyndnustu improv þáttum í sjónvarpinu í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er aðalmaðurinn í Green Screen Show Drew Carey sem áður hefur fært okkur improv þáttinn Whose Line is it Anyway sem og grín þáttinn The Drew Carey Show.
Ef þér finnast þessir þættir skemmtilegir en hefur ekki séð Green Screen Show get ég eindregið mælt með honum.

Ásamt Drew kemur í þættinum fram einvala lið grínara og má þar nefna sem dæmi Kathy Kinney, Colin Mochrie, Brad Sherwood og Greg Proops.
Green Screen Show er ekkert venjulegur grínþáttur því hann er tekinn, eins og nafnið bendir til á sviði sem er bara stórt green screen svið, sem sagt grænt. Í hverjum þætti er góður hópur af grínurum, stór hópur af áhorfendum og, jah, ekkert meira, engin props eða neitt. Drew velur leik, t.d. New Choise, áhorfendur koma með uppástungu á t.d. stað sem manni leiðist á og grínararnir improva.

Sem dæmi um “leiki” má nefna New Choise, þar eru þrír grínarar settir á svið, tveir til að leika og einn til að kalla new choise. Grínararnir byrja að leika og í miðri setningu kallar þriðji new choise og þá á sá sem setninguna sagði að finna eitthvað nýtt að segja. Virkar ekki fyndið, trúið mér það er það. Annar leikur er one syllable word. Þar eru tveir grínarar settir á svið og þeir látnir improva atriði en þeir mega aðeins nota eins atkvæðis orð, mjög erfitt. Þegar þeir klikka láta áhorfendur vita og nýr er settur inn. Mjög fyndið!
En nú kemur aðalatriðið, eftir allt þetta er þátturinn sendur til teiknara og þeir teikna props og bakgrunn inná, og útkoman verður á stundum alveg drepfyndin.

Þessir þættir hafa ekki verið sýndir á Íslandi en nú vil ég biðja áhangendur grínþátta um að hjálpa mér að fá skjá einn til að sýna þessa brilliant þætti!

Ef þú hefur áhuga sendu endilega commentaðu og ég sendi síðan hentug comment í bréfi til S1.


http://www.comedycentral.com/shows/green_screen_show/index.jhtml
hér er hægt að lesa meira um þáttinn og horfa á klippur.
Just ask yourself: WWCD!