Robot Chicken, smá umfjöllun Ég sá að einhver snillingur er búinn að senda inn könnun um Robot Chicken og datt því í hug að reyna að koma af stað smá umræðu um þessa snilldar þætti. Vinur minn var búinn að benda mér á þetta nokkrum sinnum, sagði að þetta væri algjör snilld, en mér datt aldrei í hug að þetta væri svona mikil snilld. Ég verð þó að vara ykkur við, ef þið eruð ekki fyrir svartan/sýrðan húmor, þá eru þetta ekki þættir fyrir ykkur.

Aðalhugmyndasmiður þáttanna er Seth Green (Scott Evil, Cris í Family Guy) en hann er höfundur, pródúser og leikstjóri, en þættirnir eru stop motion brúðuþættir. Það liggur því gríðarlega vinna í hverjum þætti en þeir eru bara um 11 mínútur hver! (sem er algjör synd, ég horfi oft á svona 3-4 í einu og tíminn flýgur á meðan). Þættirnir eru byggðir upp á stuttum sketsum (oft bara one-liners) og svo aðeins lengri atriðum. Það er mikið af vísunum í frægt fólk (sem öll eru endursköpuð með brúðum) og oftar en ekki tekst Seth og félögum að fá fræga fólkið til að tala fyrir sjálft sig og þá mjög gjarnan að gera um leið grín að sér. Oftast er það á léttu nótunum en sumir eru til í að ganga ótrúlega langt í að gera grín að eigin hégómagirnd og fáránleika (,,Seacrest out!”).

Eins og áður sagði þá eru þættirnir ekki nema um 11 mínútur hver og gerist allt mjög hratt í þeim og oftar en ekki er húmorinn langt fyrir neðan beltisstað og kolsvartur. Eða þá bara algjör sýra. Ég þekki það af eigin reynslu að stop motion tekur roooosalega langan tíma í framleiðslu en það er mikið lagt í Robot Chicken atriðin oft á tíðum. Margar hreyfingar í gangi, umhverfishreyfingar og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara frægt fólk sem kemur fram í þáttunum, heldur líka frægt dót/hlutir. He-man, GI Joe, Thundercats, Transformers og fleiri eru reglulegir gestir, þó sérstaklega He-man. Í einu atriðinu er Michael Moore búinn að gera heimildarmynd um gamla dótið okkar þar sem hann heimsækir þessar gömlu hetjur í nýju störfunum þeirra. He-man er öryggisvörður í verslunarmiðstöð, Man At Arms var skotinn í skotbardaga í LA, vondi kallinn í Thundercats dó úr eistnakrabbameini þannig að það var ekkert að gera fyrir Thundercats lengur þannig að aðalgaurinn þeirra er atvinnulaus trailer trash gaur, vondu kallarnir í GI Joe eru orðnir bílasalar og svona heldur þetta áfram. Sýran og bullið sem vellur úr höfundunum er endalaus.

Til að draga þættina saman fyrir þá sem hafa stutt athyglisspan (en þættirnir eru fullkominr fyrir þannig fólk) þá snúast þeir um fólk og hluti sem við þekkjum, í fáránlegum aðstæðum. Bill Clinton að hrinda kú, He-man kallar á fylleríi, morð í Strumpalandi, Optimus Prime með krabbamein í blöðruhálskirtli og þar fram eftir götunum.

Eftir því sem ég best veit eru þessir þættir enn í framleiðslu, fyrsta season er komið út á DVD úti og nýjir þættir sýndir seint á sunnudagskvöldum (á Cartoon Network held ég). Ég er bara rétt hálfnaður með fyrsta season og get ekki beðið eftir að horfa á meir. Myndi spæna þessu öllu upp á einum degi en ég er að reyna að hemja mig og dreifa gleðinni á lengri tíma. Ég hvet alla sem hafa færi á því að kynna sér þessa þætti, þið munuð ekki sjá eftir því (nema þið séuð húmorslaus…)

,,My name is George W. Bush, and I approve this message: Tacos rule.”


(Myndin sem fylgir greininni er út atriði þar sem var verið að gera grín að Oz þáttunum og allir fangarnir voru úr Galdrakallinum í Oz og þarna er verið að stinga fuglahræðuna :))
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _