Svolítið um Friends, synd að þeir hættu. Friends voru eitt af bestu gamanþáttunum að mínu mati og er mikil synd að þeir hafi hætt. Uppáhalds persónurnar mínar voru Chandler og Joey sérstaklega vegna kaldhæðninni í Chandler. Það voru svo margir ómissandi þættir og væri mjög erfitt að telja þá alla upp. Friends persónurnar eiga heima í Manhattan í New York þar sem mest af þáttunum gerast. Ég ætla að segja í stuttu máli frá hverri persónu fyrir sig hér fyrir neðan.

Rachel : Örlítið tískufrík. Hún vann sem gengilbeina/þjónustustúlka á sínum tíma á kaffihúsinu Central Perk. Eftir að hún var búinn að vinna pínu tíma á Central Perk fór hún yfir í Bloomingdales og vann þar þangað til að hún fékk tilboð að vinna í Ralph Lauren. Svo ætlaði hún að flytja sig yfir í París og verða tískuhönnuður en Ross stoppaði hana svo það varð ekki. Rachel átti barn með Ross sem þau skýrðu Emma.


Monica : Er með fóbíu fyrir óhreinindum og vill vill vinna í hverju sem hún keppir í. Hún er alsystir Ross. Monica var mjög feit á sínum tíma en svo grenntist hún. Hún giftist Chandler, þau kynntust fyrst “líkamlega” í London í brúðkaupsferð hjá Ross þegar hann ætlaði að giftast stúlku frá Englandi. Þau leyndu sambandinu um tíma en svo áttuðu allir sig á sambandinu milli þeirra. Monica vann á sínum tíma með Phoebe í veisluþjónustu sem þær stofnuðu sjálfar. En úr því fór hún og gerðist kokkur á ítölsku veitingahúsi. Monica og Chandler reyndu margoft að eignast börn en ekkert gekk, á sínum tíma voru þau að spá í ættleiðingu.


Phoebe : Phoebe ólst upp á götunni þegar hún var lítil og og mamma hennar fyrirfór sér, hún hefur aldrei hitt pabba sinn og á systur sem heitir Ursula. Phoebe spilar oft á gítar á kaffihúsinu Central Perk sem vinirnir heimsækja títt og fagna allir henni vel. Eitt sinn voru lögð fóstur inn í Phoebe sem hún gekk með vegna vina sinna sem gátu ekki eignast börn. Hún gekk með þessi börn í 9 mánuði þangað til að hún fæddi þau loksins. Mikið erfiði fylgdi þessu.


Ross : Ross er vísindamaður, sem rannsakar steingervinga og risaðlur o.s.frv. Eins og áður hafði komið fram var Ross unnusti Rachel, hann stoppaði hana á síðustu stundu að fara til Parísar því hann elskaði hana. Rachel hætti auðvitað við að fara til Parísar og var kyrr með Ross. Ross á það til að vera mjög pirraður. Ég gleymi aldrei atvikinu þegar hann fór í brúnkusprauturnar sem áttu að gera hann brúnan en varð hann svo allt, allt of brúnn.


Chandler : Chandler er mesti húmoristinn og kaldhæðnastu af hópnum. Hann vinnur á eitthverjum stað sem enginn veit hvað er af vinunum. Þeir halda að það sé eitthvað tengt því að auglýsa. Besti vinur Chandlers er Joey og eiga þeir sömu íbúð. Svo má ekki gleyma gæludýrunum þeirra Chicken&Duck. Chandler eyðir miklum tíma sínum með Joey, meðal annars í að drekka bjór, horfa á sjónvarp og fara á körfuboltaleiki og íshokkí. Chandler er giftur Monicu sem hefur áður komið fram. Chandler hefur átt vandamál með það að byrja að reykja og mál tengd því og Monica stendur harðlega á móti því. Chandler hefur líka átt kærustu sem heitir Janet og hlær hinum skringilegasta hlátri. Hann hataði hana á tímum og elskaði hana á tímum en núna hittir hann bara á hana ef hann rekst á hana.


Joey : Joey er “vitlausasti” eða “barnalegasti” í hópnum og það er það sem einkennir hann og gerir hann fyndinn. Joey er í sömu íbúð og Chandler, þeir búa á móti Rachel og Phoebe. Joey á við svefnvandamál að stríða, svosem hrotur sem gera Chandler alveg brjálaðan. Stundum hafa komið mál upp á milli Joey og Chandler og það rætist samt alltaf eitthvað gott úr því. Joey var með Rachel á sínum tíma sem gerði Ross snarvitlausan en áfram hélt hann þó að segja að hann væri “fínn”. Þau sáu alveg hvað var í gangi svo þau tóku tillit til hans og hættu saman.


Nú eiga eftir að koma fjórir þættir í viðbót af friends heyrði ég og þá ætla ég þokkalega að horfa á og hvet alla til þess að kíkja á þá. Annars finnst mér að Friends hefðu átt að starfa áfram í aðeins lengri tíma.