The Office eru grínþættir byggðir á samnefndri þáttaröð sem var sýnd á stöðinni BBC í Bretlandi.
The Office sýnir daglegt líf á skrifstofu sem er sett saman af afar sérstöku fólki.
Þættirnir eru settir upp eins og að það sé verið að ná því sem fer fram þarna á video, og fólkið veit af því, þess vegna mun fólkið oft líta í myndavélina og það er oft eins og þau hafi verið tekin í viðtal þar sem þau segja í myndavélinaa hvað þeim finnst um eitthvað sem er að gerast eða var að gerast.

Persónurnar eru þessar:
Michael Scott(Steve Carell)er forstjórinn í deildinni sem þættirnir snúast um. Hann sér sjálfan sig sem alveg frábæra manneskju (sem hann er ekki), hann reynir stundum að losa sig undan ábirgð og þegar hlutir fara úrskeiðis lætur hann líta út fyrir að hann hafi verið að reyna að byggja upp félagsandann (en það gengur yfirleitt ekki). Hann reynir oft að vera fyndinn en eins og allt annað sem hann tekur sér fyrir hendur, misheppnast það.


Dwighte Schrute(Rainn Wilson) reynir oft að vera meira en hann er í raun, hann þekkir allar reglurnar og er ávallt með þær á tandurhreinu, hann tekur að sér hvaða starf sem Michael gæti boðið honum, sérstaklega ef það gefur honum færi á að sýnast hafa vald yfir hinu samstarfsfólkinu.
Hann vinnur við hliðina á Jim (texti um hann hér að neðan), en þeir lenda yfirleitt í erjum þar sem Jim hefur yfirleitt yfirhöndina, meira um það í textanum um Jim.



Jim Halpert(John Krasinski) vinnur við að taka pantanir í símanum.
Hann fer oft í taugarnar á Dwighte með uppátækjunum sínum, en Dwighte getur líka orðið pirrandi með því hvað hann ofmetur sig mikið.
Jim er hrifinn af Pam, sem er ritarinn, hún veit ekki af því, enda er hún trúlofuð. Hann reynir að vera í kringum hana tala mikið við hana.



Pam Beesley(Jenna Fischer) er ritarinn sem Jim er hrifinn af, eins og kom fram hér að ofan, er hún trúlofuð.
Hún er frekar þögul og er sjaldan ánægð með hvernig Michael lætur.
Það er ekki mikið meira um hana að segja.



Ryan Howard(B.J. Novak)er nýr á staðnum og kemur ekki mikið fyrir, hann er góður vinnumaður og eftir því sem ég hef séð af þessum þáttum, er hann ekki með neinn furðulegan persónuleika eins og hinir aðalkarakterarnir.




Þetta eru mjög fyndnir þættir, samt ekki endilega eitthvað sem maður fellur strax fyrir, maður þarf kanski að gefa þessu smá séns.
Þættirnir eru mjög vel leiknir, Steve Carrel er alveg frábær í hlutverkinu sínu, og allar persónurnar eru fyndnar, líka þau sem ég minntist ekki á hér.
Ég mæli með að þið tékkið á þesum þáttum vegna þess, að mínu mati eru þessir þættir afskaplega góðir.
Ég mundi gefa einkunn en ég er ekki mjög góður í því.