Jæja hér ætla ég að skrifa grein um minn uppáhalds gamanþátt Friends. Njótið vel.

Friends þættirnir byrjuðu árið 1994 og voru alveg til 2004. Í fyrstu var enginn viss um hvað þættirnir ættu að heita og komu uppástungur eins og Across the Hall og Insomnia Café til greina áður en nafnið var valið. Þættirnir eru samtals 233. Sex leikarar voru valdnir til að leika í þessum þáttum, þau voru ekki fræg en þau urðu það brátt af því að Friends varð svo vinsælt. Upphaflega átti Courteney Cox að leika Rachel en bað í staðinn um að fá að leika Monicu og fékk það. Jon Cryer var upphaflega beðin um að leika Chandler en hafnaði því (sem betur fer). Aðalpersónurnar eru aðeins sex en James Michael Tyler guest starrar samt sem Gunther í 57 þáttum. Yfir árin komu margir frægir í gestahlutverkum fram í Friends. Meðal annars, Van Damme, Julia Roberts, Brad Pitt og Bruce Willis (sem fékk enga borgun útaf því að hann tapaði einhverju veðmáli við Matthew Perry).Seríurnar urðu mjög margar en 10 sería varð sú seinasta aðallega af því að Jennifer Aniston vildi focusa á kvikmynda carreerinn sinn. Þessir þættir gerðu leikarana sex ein af þeim ríkustu og frægustu í hollywood. Ég vildi bara að þeir væru ekki hættir en það er nú ekki hægt að breyta því. Þegar friends hætti kom síðan spinoff og Joey þættirnir urðu til. Þeir eru líka góður en engir þættir nokkurn tíman munu komast nálægt því að vera jafn góðir og Friends voru.

Persónur.


Rachel Green (Jennifer Aniston): Í allra fyrsta Friends þættinum var hún að koma til New York út af því að hún yfir gaf gaurinn sem hún átti að giftast og flutti inn til Monicu. Þau Ross hafa verið nokkuð oft saman í öllum 10 seríunum. Hún er algjör pempía og er mikið fyrir sápuóperur og stuff. Vinnur við eitthvað fata dóterí.

Monica Geller (Couretney Cox Arquette): Var eitt sinn feit en ekki lengur. Hún er mjög skipulögð og hatar þegar það er skítugt. Hún þrífur mikið og í 8 seríu giftist hún Chandler. Hún er líka sistir Ross. Hún er kokkur.

Phoebe Buffay (Lisa Kudrow): Mjög skrítin manneskja, þegar hún var lítil gerði mamma hennar sjálfsmorð og fósturpabbi hennir fór í fangelsi stuttu seinna. Hún bjó á götunni í nokkurn tíma, síðan hitti hún albínóa sem þreif rúður og fór að búa hjá honum en síðan gerði hann sjálfsmorð og hún flutti inn til Monicu, en býr þó ekki þar í þáttunum. Er nuddkona.

Joey Tribbiani (Matt LeBlanc): Hann er heimskinginn í hópnum, hann er leikari og lék meðal annars í Days of our Lives þangað til að þeir drápu karakterinn hans í óheppilegu lyftuslysi. Býr með Chandler næstum allar seríurnar.

Chandler Bing (Matthew Perry): Minn uppáhalds karakter. Segjir alltaf eitthvað kaldhæðnislekt. Vinnur við …. eitthvað processing dóterí. Pabbi hans er .. kona og hann hefur haft erfiða ævi.

Ross Geller (David Schimmer): Hann er einhverskonar risaeðlufræðingur og seinna byrjar hann að vera kennari. Giftist 3 sinnum í öllum seríunum þar á meðal var ein konanna hans Rachel. Á tvö börn, eitt með fyrstu konunni sinn og eitt með Rachel.

Jæja þá er hún búin og ég vona að þið afið haft ánægju af henni, hún var nú ekkert alltof löng hjá mér en ég nennti bara ekki að skrifa meira. Allar heimildir komu frá http://imdb.com/

Bæjó :)
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?