Little Britain eru snilldarlegir breskir þættir þar sem að þeir Matt Lucas og David Walliams leika flest öll hlutverkin, sumar af persónunum eru eitthverjar þær fyndnustu sem að ég hef nokkurtíman séð í sjónvarpi eins og t.d.

Vicky, versti vandræða unglingur sem hugsast getur og tekur aldrei ábyrgð á neinu en hefur undarlegt lag á að koma sér úr vandræðum.

Emily, klæðskiftingur sem að heldur því staðfast framm að hann sé dama og geri allt mjög dömulega.

Daffyd, heldur að hann sé eini hommin í þorpinu og neitar að trúa öðru.

Lou og Andy, Andy er í hjálastól og Lou eiðir öllum sínum tíma í að hjálpa honum en þegar að Andy langar til þá er ekkert mál fyrir hann að labba en það veit Lou ekki.

Marjorie, vinnur með stuðnings hóp fyrir feitt fólk og fær alldrei leið á að stríða fitubollunum en sjálf er hún ekki beint mjó.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma þulinum sem að talar inná þættina hann er alldrei feimin að segja frá ýmsu sem að hann hefur upplifað um sína daga og setur mjög skemtilegan og sérstakan blæ á þættina.

Þetta eru ekki næstumþví allir þeir snilldar karakterar sem að koma framm í þættinum og
ég kvet alla til þess að horfa á þáttin sem er síndur á ruv klukkan 21:25 á miðvikudögum.