The King of Queens, fyndnasti þáttur frá upphafi! Já þið sjáið að þetta er upphrópunarmerki í fyrirsögninni en ekki spurningamerki. Þetta er mín skoðun.

The King of Queens er annar af mínum uppáhaldsþáttum með The Shield. Þetta er án efa besti gamanþáttur sem ég horft á þótt að Fawlty Towrers komist nokkuð hátt á listanum. Þættirnir byrjuðu og eru á Skjá Einum og hafa verið þar æ síðan og tel ég að ég hafi fylgst með afdrifum Doug og Carrie frá byrjun. Ég veit ekki hvaða sería er í gangi núna en það er örugglega yfir 5. Það er hægt að horfa á þessa þætti aftur og aftur en það sem mér finnst vera leiðinlegt er að það er ekki hægt að nálgast þessa þætti á DVD. Þeir eru ekki til á Region 2. Annars myndi ég rúlla þessu inn í safnið mitt.

Þættirnir segja í stuttu máli frá Doug Heffernan og konu hans Carrie sem búa í Queens í New York. Doug vinnur hjá bögglasendingarþjónustufyrirtækinu IPS en Carrie vinnur sem ritari hjá lögfræðifyrirtæki. Í fyrstu virðast þættirnir vera byggðir up á þessari gömlu formúlu þ.e.a.s. feitlaginn eiginmaður og fjári myndarleg eiginkona. Það finnst mér ekki vera uppistaðan heldur fjallar þetta einfaldlega um “klikkað” par í New York borg og þeirra ævintýri.

Mjög margir King of Queens þættir eru byggðir upp á mjög svipaðan hátt. Doug klúðrar málum, Carrie verður reið, þau rífast, Doug reddar málum, Carrie verður glöð. Þetta virkar samt miklu betur en t.d. í þáttum eins og According to Jim (sem er byggður upp á fyrrnefndri formúlu og þarfyrrnefndri formúlu) enda er ljóst að það eru hæfileikaríkir menn að störfum við þennan þátt. Maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir mönnum sem geta komið með fyndna línu á 10 sek fresti í tugi klukkutíma.

Það sem er skemmtilegt við þennan þátt er alveg hellingur af virkilega skemmtilegum og ferskum persónum í þættinum og þar stendur hæst Arthur pabbi Carrie en hann á heima á kjallaranum hjá þeim. Hann stelur oftar en ekki senunni með frábærum innslögum eins og þessum:

Doug kemur inn og virðist vera mjög leiður. Arthur: “What's troubling you son… You've never looked heavier”. Hann er alveg magnaður en eitt besta atriðið með honum var þegar hann sat á veitingahúsi með Deacon vini Dougs og fjölskyldu hans en þau eru öll svört. Þau voru með sæti alveg upp við eldhúsið og þau voru að brenna úr hita enda verið að elda á fullu. Þá öskrar Arthur: “Why do we have to sit so close to the kitchen? Is it because we're black?”

Aðrir skemmtilegir karakterar eru m.a. Danny frændi Dougs, ofurnördinn Spence og Holly sem ásamt því að labba með hunda labbar hún með Arthur.

Eins og sagt var áðan þá er Doug (Kevin James) frekar feitur og það er eitt aðalbrandaraefni þáttanna. Það bregst varla, það kemur brandari um þyngd Dougs í hverjum þætti. “My name might as well be Fatty McButterpants”, segir Doug og skammast sín ekkert.

Allavega þetta er frábærir þættir og bestu gamanþættir frá upphafi að mínu mati og ég ætla að ljúka þessu á einum af mínum uppáhaldsatriðum úr þáttunum.

Doug þurfti eitt sinn að stela filmualbúmi úr einni búð og hann þurfti að láta dreifa athyglinni. Deacon var með honum og eins og ég sagði áðan þá er hann svartur. Doug segir: “Go, make a distraction!” Þá svarar Deacon: “Fine… I’ll go walk by the watches.” Þetta er alveg yndisleg lína.

Hér er önnur Arthur lína en eitt sinn tók Arthur pilluna (The Pilluna) upp úr veski Carrie og honum varð ekki um sel. Þá öskraði hann: “DOES HE TOUCH YOU?!?!?” Frábært atriði.

Þátturinn er á Skjá Einum á fimmtudögum kl: 21:30 ef þið viljið fá góðan hláturskammt.

Smá könnun í lokin The King of Queens vs. Friends. Núna er staða 1-0 fyrir King of Queens.