Joey Sælir Hugarar. Mig langar að kynna fyrir ykkur hinu drepfyndnu þætti sem heita Joey. Joey sem þið kannski þekkið best úr Friends þáttunum er núna mættur aftur í nýrri þáttaröð. Hann er fluttur úr “Stóra eplinu” (New York) til Los Angeles frá öllum sínum vinum sem sagt Chandler, Ross, Monicu og Rachel.

Joey býr í íbúð með systursyni sínum (Michael) sem systir hans (Gina) fann fyrir hann í L.A. Michael á að vera fluggáfaður strákur sem á frammtíðina fyrir sér. Hann lýtur upp til Joey’s frænda á því sviði að Joey er mjög fær í að næla sér í konur. Michael hefur aldrei verið neitt svakalega vinsæll eða átt neitt rosalega margar kærustur. Gina eða Mamma, Michaels er hárgreiðslukona sem átti Michael aðeins 16 ára hún er ósátt með vinnuveitanda sinn og ákveður að hætta hjá honum og reyna að stofna sína eigin starfsemi. Ginu er lýst í þessum þáttum nokkurnveginn sem lauslátri og liggur við klikkaðri konu. Hún hefur gert margt brjálæðislegt eins og T.D. að kissa Joey til að hjálpa honum í dömu vandræðum eða að þykjast vera fyrrverandi kærasta Michaels í innflutningspartýinu hans Joey’s, bara til þess að láta Michael líta vel út fyrir framan vin sinn. Einnig eru eru nágrannar Joey’s í nokkuð stóru hlutverki í þessum þáttum. Alex nágranni Joey’s vinnur sem lögfræðingur. Hún á að vera þessi klaufalega stelpa sem er fyndin í aðgerðum sínum eða bara segir margt heimskulegt og fyndið. Svo er það einn af uppáhaldspersónunum mínum “Howard” sem er nágranni Joey’s. Hann er nokkuð barnalegur í útliti og svoldið uppáþrengjandi. Hann er alltaf að reyna að fá að eyða tíma með Joey en Joey hefur aðrar hugmyndir og vill ekki vera of mikið með Howard.

Joey hefur verið að reyna að fá stærri hlutverk í L.A. og heldur að hann hafi þurft að koma til L.A. til að fá stærri hlutverk en hann var með í New York. Honum til hjálpar kemur ungfrú Bobby sem er nýi umboðsmaður Joey’s. Það gekk allt á afturfótunum hjá honum fyrst í L.A. en svo tókst honum loks að ná sér í hlutverk í þáttum sem heita “Deep Powder” (hann leikur miðaldra faðir sem býr á snjóskíðarsvæði). Joey og Lauren (Lauren er leikstjórinn “Deep Powder”) virðast hafa smá neista á milli sín en það virkar engann veginn fyrir Lauren að byrja saman með Joey vegna þess að hún bannar nefnilega sambönd við fólk sem hún vinnur með.

Þetta er fyrsta Joey serían og vonandi koma fleiri. Þessir þættir koma frá NBC en fleiri góðir þættir koma þaðan eins og American Dreams, The Apprentice, Crossing Jordan, Las Vegas, Law & Order, Law & Order Criminal Intent, Law & Order Special Victims Unit, Scrubs, Will and Grace og margir fleiri.

Ég byðst afsökunar á öllum stafsetningarvillum sem kunna að vera í þessum texta.