[ Scrubs ] - Betri en mjólk! Well gosh, I guess I became a doctor because ever since I was a little boy I just wanted to help people. I don't tell this story often, but I remember when I was 7 years old, one time I found a bird that had fallen out of it's nest, and so I picked him up and I brought him home, and I made him a house out of an empty shoebox. (Byrjar að hlæja). I became a doctor for the same four reasons that everybody does: chicks, money, power, and chicks. – Dr. Cox


,,Hey, sástu Scrubs í gær?” er spurning sem ég nota oft til að byrja skemmtilegt samtal, því samtöl sem tengjast Scrubs eru oftast mjög skemmtileg. Oftar en ekki hef ég þó fengið strax til baka hina óafsakanlegu spurningu ,,Hvað er Scrubs?”. Þar sem ég er maður sem finnst gaman að endurtaka mig, endurtaka mig, nota ég alltaf sama svarið og segi að Scrubs sé nokkurkonar gamanútgáfa af Bráðavaktinni. Þá kveikir folk á perunni.
Scrubs, eða Nýgræðingar eins og þeir heita á hinu ilhýra, fjalla um læknanemann John Michael Dorian, sem er oftar en ekki kallaður JD, og ævintýri hans sem eru oftar en ekki nokkuð skrautleg. Hann er með mjög frjótt ímynunarafl og er oftar en ekki týndur í eigin hugsunum, sem eru vægast sagt furðulegar. Í dagdraumum sínum hefur hann meðal annars lent í því að spila á gítarinn í hljómsveitinni hjá Jay Leno og tekið þátt í West Side Story dansatriði með afgangnum af sjúkrahúsinu.
Besti vinur JD, Turk, vinnur á sama spítala en hann er skurðlæknir og því hálfgerður keppinautur JD, sem er í lyfjalækningum. Turk er keppnissjúkur og lítur á skurðlækningar sem keppni við sjúkdóminn sem hann verður að vinna. Hann er með hjúkkunni Cörlu, en Carla veit ekkert skemmtilegra en að segja fólki hvað það á að gera. Vinkona JD, Elliot (sem heitir karlmannsnafni því pabbi hennar vildi eignast strák) er með JD í lyfjalækningum og er mjög óörugg með sjálfa sig og lítil í sér, en það stoppar hana þó ekki í að vera algert kvikyndi þegar það á við.
Lærifaðir JD er hinn alræmdi Dr. Perry Cox, en hann er svalari en kalt og með kjaft sem Eminem yrði stoltur af. Hann er besti læknir sjúkrahússins, en er svo vondur við allt og alla í kringum sig að það er mesta furða að folk þori yfir höfuð að umgangast hann. Yfirmaður sjúkrahússins er Bob Kelso, sem er djöfullinn í mannsmynd og þeir Cox hata hvorn annan svo mikið að stundum er það hreinlega sárt.
Þættirnir eru svo fullir af stórkostlegum aukapersónum, eins og t.d. Todd, sem er kynlífsóðasti sjónvarpskarakter norðan heiða og gefur hörðustu fimmuna í bænum, Ted, sem er svo lélegur lögfræðingur að það er sorglegt, húsverðinum, sem pínir JD eins mikið og hann getur einfaldlega af því bara, Doug, sem er svo lélegur læknir að það er farið að skíra algeng læknamistök eftir honum og Jordan, sem er fyrrverandi eiginkona Dr. Cox og kjaftforari en hann sjálfur ef eitthvað er.

Þættirnir njóta stöðugra vinsælda þrátt fyrir að sjónvarpsstöðin NBC sem framleiðir þá, hefur breytt sýningartíma þeirra oft og mörgum sinnum. Þátturinn var meir að segja settur í svokallað ,,death-time slot”, en hver einasti þáttur sem hafði verið sýndur á þeim tíma hafði verið tekin af dagskrá vegna lítils áhorfs. Scrubs náði hinsvegar að auka vinsældir sínar á þessum sýningartíma.
Margir frægir leikarar hafa leikið gestahlutverk í þáttunum og má þar meðal annars nefna Brendan Fraser, Michael J. Fox, Heather Graham, Tara Reid, Amy Smart og Matthew Perry, en gestahlutverk hans í Scrubs var fyrsta hlutverk hans eftir að Friends hætti, en auk þess leikstýrði hann þættinum. Þá hafa flestir aðalleikaranna úr gamanþáttunum Spin City, sem sýndir voru á Stöð 2, leikið misstór gestahlutverk. Þá er Colin Farrell nýbúinn að tilkynna það að hann ætli að leika gestahlutverk í þáttunum núna í jánúar.
Það má gleðja aðdáendur með því að nýr samningur milli NBC og framleiðanda þáttanna tryggir það að þættirnir verða allavega framleiddir til ársins 2006 og í lokin má svo skjóta því inní að fyrsta serían kemur á DVD á næstu mánuðum. Aber ja!

——-

Og svo smá trivia hér í lokin, fyrir þá sem hafa gaman af þannig;

Vissir þú að:

· Allir þættirnir sem gerðir hafa verið um Scrubs heita nafni sem byrjar á “My”. T.d. “My first day” og “My Overkill”. Þó eru þrír þættir sem brjóta þessa reglu, en þeir heita “His Story”, “His Story II” og “Her Story”. Þeir þættir eiga það allir sameiginlegt að sögumaðurinn í þeim er einhver annar en JD. (Dr. Cox, Turk og Elliot).
· Símanúmerið 00-1916-2255-887 (eða 00-191-CALL-TUR, það vantar K-ið) er símanúmerið hjá Turk. Framleiðendur þáttanna bjuggu til þetta númer og ef hringt er í það kemur símsvari þar sem Turk biður fólk um að skilja eftir skilaboð. Nokkrir heppnir aðilar hafa hinsvegar lent í því að hinir ýmsu leikarar úr þáttunum svari í símann og spjalli við þá.
· Barbershop-bandið sem sést hefur nokkrum sinnum í þáttunum, með lögfræðinginn Ted fremstan í flokki, er til í raun og veru. Þetta eru gamlir vinir leikarans Sam Lloyds, sem leikur Ted. Bandið heitir The Blanks og gaf nýverið út geisladisk.
· Leikarinn Neil Flynn, sem leikur húsvörðinn, sóttist upphaflega eftir hlutverki Dr. Cox. Framleiðendum þáttanna fannst hann samt svo góður í prufunum að þeir létu hann fá hlutverk húsvarðarins, en sú persóna átti bara að vera í fyrsta þættinum. Neil Flynn náði þó að brillera í hlutverkinu og síðan þá hefur húsvörðurinn verið í hverjum einasta þætti.

Með kveðju

Dr. Ævar Þór Benediktsson
"