Fann þetta í netinu og færði yfir á íslensku… og trúið mér það tók tíma, ég á skilið hrós;)


1. Fyrsta setningin í samtali í allra fyrsta samtali í Friends þáttunum “Það er ekkert að segja frá” (There's nothing to tell).

2. 30 sekúndna auglýsingahléið sem kemur inní þættina í Ameríku kostar auglýsendurna yfir 500,000 dollara (s.s. yfir 40.000.000 íslenskar).

3. Aðrir titlar sem komu til greina þegar átti að velja nafn á þáttinn voru t.d. “Once upon a time in the West Village”, “Insomnia Café” og “Across the Hall”. Titillinn sem var valinn, “Friends like Us”, var svo styttur niður í eitt orð, það sem við þekkjum nú, Friends.

4. Aðalpersónurnar eru eins og þið vitið nú líklega Rachel Karen Green (Jennifer Aniston), Monica Bing (Geller) (Courteney Cox), Phoebe Buffay (Lisa Kudrow), Joseph Francis Tribbiani (Matt Le Blanc), Chandler Bing (Matthew Perry) og Ross Geller (David Schwimmer).

5. Samkvæmt upplýsingum frá Aniston, varð hin fræga Jennifer/Rachel hárgreiðsla, sem líklega allir þekkja, til af slysni þegar “vinur hennar” Chris klippti á henni hárið með rakvél.

6. Courteney Cox, sem er fædd og uppalin í Birmingham, Alabama, er kölluð CC af fjölskyldu hennar og vinum.

7. David Schwimmer sótti Beverly Hills háskólann, skólann sem þættirnir Beverly Hills: 90210 voru byggðir á.

8. Matthew Perry birtist í Beverly Hills: 90210 fyrr á ferli sínum. Þetta sagði hann um hlutverk sitt þar: “Þetta er allt í hálfgerðri þoku, ég man ekki alveg, en ég man að ég lék vinsælasta krakkann í skólanum sem endaði með byssu uppí sér vegna þess að pabbi hans var svo oflætislegur”.

9. Perry er alltaf svo hnyttinn á þjóðsögur, o.þ.h. að handritshöfundarnir hafa oft notað það sem hann segir í þættina.

10. Cox átti heiðurinn af því að vera fyrsta persónan sem sagði “blæðingar” í Amerísku sjónvarpi, þegar hún hún lék í auglýsingu fyrir túrtappa.

11. Aniston annaðist háskóla New York (the New York high school) fyrir stjórnina, þetta er skólinn sem frægð er byggð á.

12. Central Perk, kaffihúsið sem þau hanga alltaf á, er byggt á the Manhattan Café sem er í vesturhluta New York.

13. Cox car forsíðustúlka fyrir tímaritið People Magazine's og fjallaði blaðið þá um “50 fallegasta fólkið í heimi”.

14. Hún var líka kölluð “flottasta sjónvarpskonan” af Ameríska tímaritinu Playboy.

15. Matt LeBlanc auglýsti hér forðum fyrir Levis 501 (gallabuxurnar) en hann hefur líka leikið í sjónvarpsauglýsingum fyrir Coca-Cola og Heinz tómatsósuna.

16. Matt elskar hunda!

17. Kudrow er gift frakkanum Michel Stern en hann er stjórnandi í auglýsingafyrirtæki.

18. Schwimmer er sonur tveggja lögfræðinga. Mamma hans, Arlene, sá um fyrsta skilnað Roseanne.

19. LeBlanc hefur sagt “Ég er ekki heimskur gaur, ég leik bara þannig mann í sjónvarpi”.

20. Meðal frægra gestaleikara sem leikið hafa í þáttunum eru t.d. ER stjörnunar George Clooney og Noah Wyle, Jean-Claude, Van Damme, Chris Isaak og Julia Roberts.


Ég veit um u.þ.b. 80 staðreyndir í viðbót, en ég nenni ekki að þýða meira í bili, þær koma kannski bara seinna…