Whose Line is it Anyway er þáttur sem Stöð 2 hefur verið að sýna upp á síðkastið núna á laugardögum og sunnudögum. Fyrst þegar ég sá hann fannst mér hann ekki góður en núna finnst mér þetta bara helvíti þéttur þáttur, einn af frumlegri sem eru þarna úti í dag.

Whose Line is it Anyway er þáttur þar sem fjórir leikarar koma saman og spinna skopsöm atriði út frá einhverjum gefnum upplýsingum sem annaðhvort aðstandendur þáttanna eða áhorfendur úr sal koma með. Miðað við síðustu þætti sem ég hef séð allveganna virðist sem þrír þessara leikara séu stöðugir en síðan komi einn gestaleikari í hverjum þætti. Nú kemur stutt umfjöllun um hvern þessara þriggja:

Wayne Brady - ég hafði ekki heyrt nafn hans getið áður en þessi þáttur kom fram en hann virðist vera nokkuð þekktur uppistandari og grínisti þarna úti og hefur/hafði meira að segja sinn eigin þátt á Comedy Central, The Wayne Brady Show.

Colin Mochrie - þessi þekkti kanadíski grínisti er mitt persónulega uppáhald í þættinum, hann er mjög góður í að spinna.

Ryan Stiles - flestir kannast við hann úr Drew Carey Show en þar lék hann Oswald. Hann hefur tilhneigingu til að skjóta brandara um Drew inn í spunann og gerir það bara fyndnara fyrir vikið. (ég man t.d. í síðasta þætti eitthvað “naked pictures you wouldn´t like to see” og þá kom Ryan “ C - A - R - E - Y”)

Drew Carey er síðan stjórnandi/kynnir þáttarins og spinnur stundum líka með í lok þáttarins.

Þessir þættir eru bandaríska útgáfan af bresku þáttunum “Whose Line is it Anyway” sem var gífurlega vinsæll þáttur úti í Bretlandi og var í gangi í heil 10 ár sem verður að teljast gott fyrir sjónvarpsþátt. Allir þrír aðalleikarar bandarísku útgáfunnar voru einnig fastagestir í þeirri bresku. Ég hef ekki séð bresku útgáfuna en ég get sagt að mér finnst bandaríska útgáfan hreint frábær og ég get ráðlagt öllum að kíkja á þetta við tækifæri.

Whose Line is it Anyway er á dagskrá stöðvar 2 kl. 19.40 um helgar.