hæhæ..
Þetta áhugamál hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér á meðan það var ‘friends’.
Svo eftir það því var breytt hef ég ekki eins oft kíkt hingað inn, enda aldrei nýtt efni hingað.
Þess vegna langaði mig að skrifa hérna smá… Bara smá eitthvað =)

Ég var bara mest að spá í gamanþáttum. Hvað er ykkar uppáhalds gamanþáttur?
Minn er nú friends en svo eru auðvitað einhverjir sem ég horfi líka á. En ég á það til að ruglast á gamanþáttum og raunveruleikaþáttum. Og svo myndi ég t.d. segja að simpsons væri gamanþáttur, enda á gamanstöð á föstudögum á stöð2 =)
En hvað mynduð þið flokka undir gamanþætti? Miss Mach? Dawson´s Creek ? Oliver Beene? Married to the Kellys? George Lopez? Auglýsingahlé Simma og Jóa? Svínasúpan?
The Drew Carey Show? Grounded for Life? Charmed?
Bara svo eitthvað sé nefnt…?

Ég rugla líka oft saman sápum og gamanþáttum. Það er margt sem maður getur ruglast á, gera þetta ekki margir? Eða er ég eina sem er svona heimsk? Eða er ég heimsk? Er þetta ekki algengt?

Jæja, þetta var nú bara eitthvað smátteri. Vona að það fari einhver að skrifa eitthvað gott um sinn uppáhalds þátt =)

-Sóley