Joey? Já, nú er hinn blessaði sjónvarpsþáttur Friends að hætta göngu sinni og er síðast þátturinn í 10. seríu sýndur á Stöð 2 á föstudaginn.

Flestir leikararnir hafa lýst því yfir að þeir séu orðnir svolítið leiðir á þessu öllu og karakterunum sínum og þeirri staðreynd að þau verða alltaf þessir karakterar. Þegar maður sér Jennifer Aniston hugsar maður: Rachel úr Friends. Því vilja menn koma sér út í kvikmyndaleik og reyna að losna við þessa Friends-ímynd og reyna að sanna sig sem alvöruleikarar.

En einhvern veginn virðist Matt LeBlanc, sem leikur Joey, vera á öðru máli. Hann hefur nefnilega skrifað undir samning upp á að leika í nýjum sjónvarpsþáttum, “Joey” þar sem fjallar verður um persónuna Joey Tribbiani úr Friends-þáttunum. Hinum Friends-leikurunum fannst að LeBlanc hafi svikið sig með því að halda svona áfram einn en það breytir engu.

Ég veit ekki með þennan Joey þátt. Ég held að karakterinn hann virki ekkert þegar hann er rifinn svona út úr samhengi og öllum hinum persónunum kippt út. Hann þarf Ross, Rachel, Chandler, Phoebe og Monice til að styðja sig, þó hann sé virkilega fyndinn karakter út af fyrir sig. Ég held að þessi þáttur floppi algjörlega og ég held að allir séu búnir að fá nóg af Friends. 10 seríur eru nóg en peningagráðugir sjónvarpsstöðvaeigendur hugsa ekkert um það……