Já … maður hefur látið verða af því. Núna fljótlega eftir að ég sá síðasta þáttinn í 10. seríu þá ákvað ég þetta. Núna hef ég séð alla þættina og uma ð gera að reyna að eignast þetta sem “safn” eiginlega. Jú þannig eru nú mál með vexti að ég var að kaupa mér fjórar seríur af Friends á netinu. Nánari tiltekið www.amazon.com. Ég lét svo senda með “free super shipping” eitthvað drasl til frænda míns sem er staðsettur í New YOrk og var að fá pakkann í hendurnar. Ég átti þriðju og sjöttu seríu fyri … svo að ég pantaði fyrstu, aðra, fjórðu og fimmtu. Já það er veisla í bæ hjá mér.

Kíkiði annars á þetta … mynd af safninu aðeins neðar.
http://www.blog.central.is/arnarf

Já þar sjáiði núverandi safnið mitt. Sjitt ,…. nú leiðist mér sko ekki.

En já … ég er búinn að vera að horfa á fyrstu seríu og verð ég að segja hvað Ross hefur breyst mikið. Hann er svo hálfleiðinlegur þarna alltaf, en í undanförnum seríum er hann búinn að algjörlega brillera … orðinn ógeðslega fyndinn. Í fyrstu seríunni…. eða ég er bara rétt byrjaður, kominn fjóra þætti þá fer Chandler algjörlega á kostum. Ég vil bara bæta við að ég hef séð alla þættina, bara mislangt síðan ég sá þá alla. Já … hann Joey er svo mikill töffari eitthvað þarna … með svona Italian hreim, frekar ýktann finnst mér. Núna er hann nautheimskur og feitur. Já … skrýtið að sjá þætti sem eru fyrir 10 árum síðan.


Jæja fólk … hvernig er svo safnið ykkar ???
Ef að þið eigið eitthvað safn það er að segja.