TOW Joey´s New Brain The One With Joey’s New Brain

Jæja, ákvað að koma með einn þátt þar sem að það er orðið mjög langt síðan kom grein inn hérna síðast, svo fékk maður vissa “áskorun” ef kallast má svo.
En allavega. Upp á síðkastið er ég búin að vera að horfa á 7.seríuna aftur og aftur og þar stendur TOW Joey´s New Brain vafalaust upp úr.

Þátturinn byrjar á því að Monica, Ross, Rachel og Chandler sitja í eldhúsinu og Monica nefnir brúðkaupið (eins og gerist í öllum þáttunum í þessari seríu ;) mð því að spyrja hvort að þau vilji lesa eitthvað við athöfnina og Ross segist geta gert það líka, voðalega laumulegur á svipinn. Svo kemur alveg hreint yndisleg sena þegar Joey kemur og segist vera að fá nýjan heila þar sem að Cecilia Monroe “Jessica Lockhart” var rekin/”deyr” úr þáttunum:

Ross: What? A brain transplant?!
Ross: It’s ridiculous!
Joey: Well, I think it’s ridiculous that you haven’t had sex in three and a half months.
Ross: It’s winter, they are fewer people on the street.


Á kaffihúsinu taka Rachel og Phoebe eftir mjög sætum gaur og svo skemmtilega vill til að hann gleymir símanum sínum og þær deila um hvor þeirra á að láta hann hafa hann. Á endanum ákveða þær að sú taki símann sem á meira sameiginlegt með honum með því að skoða á símaskránni hans. Og þar sem að hann hefur “Barney´s” þar tekur Rachel símann. En eins snjöll og Phoebe er þá tekur hún símann af henni án þess að Rachel fatti nokkuð.
Svo kemur önnur sena þar sem að Rachel kemur heim til Phoebe þar sem að Rachel er nett reið útí hana. Svo hringir gaurinn sem á símann akkúrat þarna og hann ákveður að ná í hann.
Rachel: You do know that I will be here when he comes over.
Phoebe: Oh? And how will you know what time to come over?
Rachel: You just said it!
Phoebe: Oh.

Og yfir úr pælingum um sætan gaur yfir í hræðilega sekkjapíputónlist. Monica og Chandler sitja og eru að borða í mestu rólegheitum þegar sekkjapíputónlist berst úr blokkinni hans Ross. Og já, viti menn, Ross ætlaði sko að spila á sekkjapípu í brúðkaupinu þeirra og þá heyrist í
Monicu: ,,Why is your family Skottish?”
Chandler: ,,Why is your family ROSS?!”

Joey kemst svo að því að Cecilia vissi ekki að það átti að reka hana(auðvitað með því að segja henni það), og hún snappar og skvettir yfir hann drykk, slær hann utan undir og ég veit ekki hvað og hvað. En svo ákveður hún að hjálpa honum að “keep Jessica alive” þar sem setningin ,,She owns the room” kemur mikið fyrir og auðvitað endar það með því að Joey sefur hjá henni, ég meina þetta er hann.
Svo morguninn eftir kemur Rachel inn og sér hana og verður alveg sjúk, öskrar á Monicu sem biður hana;

Oh my God! It’s true!! Oh my God you are so amazing! Oh my God, can I just ask you to do me oh, just one favor?
Cecilia: Certainly.
Monica: Would you slap me? Would you slap me right here in the face?!
Cecilia: I’d love to, but my lawyer said I can’t do that anymore.

Svo reynist að Joey fær hlutverkið hennar og hún fer til Mexico en Joey fer gjörsamlega á kostum með hennar hlutverk, sem kona ;)

Og aftur yfir í sekkjapípurnar.
Chandler: What is important is, while we appreciate the gesture…we just don´t feel that bagpipes are appropriate for our wedding.
Ross: Why not?
Chandler: Because we hate them!
En Ross fær að spila fyrir þau einu sinni og svo ætla þau að ákveða.

Svo er það íbúðin hennar Phoebe…
Gaurinn sem á símann kemur, eða þær búast við því, en svo kemur annar karl, aðeins eldri en þær bjuggust við. Rachel finnst hann ekki beint jafn æðislegur en Phoebe finnst hann algjört æði og “fær” hann:
Phoebe: Can you believe this? We were waiting for a hot guy and then an even hotter one shows up!
Rachel: I know! (Fattar hvað hún sagði) What?!
Phoebe: Rachel, listen—I mean, if you let me have him then I will really owe you one.
Rachel: (“voðaleg vonbrigði”) All right. All right Phoebe I will let you have him, but you owe me; you owe me big!
Phoebe: Yeah! You’re such a great friend!



Endaatriðið er hrein snilld og þið gjörsamlega verðið að horfa á það til að finnast þetta verulega fyndið. En það er samt einhvernveginn þannig að Ross er að spila á sekkjapípurnar af sinni stakri snilld lagið Celebrations og nei, nei, Phoebe fer bara að syngja með og þá verður þetta alveg sjúklega fyndið.

En ég mæli eindregið með þessum þætti og hvet alla friends-“nörda” að fara að koma með fleiri greinar, ekki hafa þetta svona endalaust dautt.
Sérstaklega þar sem að það er verið að sýna síðustu seríuna er um að gera að halda þessu “lifandi”

-erlam89