Friends staðreyndir Ég skrifaði niður nokkrar staðreyndir um Friends :

1. Í upphafi átti bara að vera Joey, Rachel, Ross og Monica en Phoebe og Chandler áttu bara að vera aukaleikarar. Þau stóðu sig svo vel að framleiðendurnir ákváðu að fjölga vinunum upp í sex.

2. David Schwimmer var sá eini sem hafði ekki þurft að sækja um hlutverk í Friends því það hafði bókstaflega verið skrifað með hann í huga. Tveimur árum áður hafði hann unnið með framleiðandanum Jonathan Silverman sem ákvað þá að hann skyldi einhvern tíman fá hann til að leika aðalhlutverkið í einhverjum sjónvarpsþáttanna sinna.

3. Matthew Perry, Lisa Kudrow, Jennifer Aniston og Matt LeBlanc voru öll fyrstu kostir framleiðendanna í hlutverkin eftir að prufutökunum lauk. Leikkonunni Téa Leoni (eiginkona Fox Mulder) var hinsvegar boðið hlutverk Monicu. Hún hafnaði því vegna annarra skuldbindinga og þá var Jamie Gertz boðið hlutverkið. Hún hafnaði því hinsvegar líka þar sem hún hafði í millitíðinni fengið kvikmyndahlutverk og þá stóð valið á milli Courteney Cox og Nancy McKeon. Cox stóð sig betur í prufutökum.

4. Upphaflega ætluðu framleiðendurnir að hafa eina aðalpersónu enn í þáttunum sem þó átti ekki að vera einn af vinunum. Ástæðan fyrir þessu var ótti þeirra um að þættirnir myndu eingöngu höfða til mjög ungra áhorfenda, en ekki neitt til þeirra sem eldri voru. Persónan átti að vera ráðagóður eldri veitingamaður á Central Perk, en þangað áttu þeir að geta leitaðmeð sín margvíslegu vanda- og leyndarmál. Þessi persóna komst þó aldrei lengra en á hugmyndastigið.