Pælingar varðandi Joey þættina Pælingar varðandi Joey þættina

Núna er 10. sería af hinum sívinsælu þáttum Friends í gangi og mikið hefur verið talað um endir þáttana. Það hefur verið umræðuefni að gera gamanþátt eftir seriurnar um uppáhalds persónuna mína, Joey. Það kannast margir við söguna sem hefur gengið um, það er boðið Joey samning við stórt kvikmyndafyrirtæki í LA og hann þarf að flytja frá vinunum. Ég held að það sé ekki búið að ákveða þetta alveg en ég vona að þetta fari svona.

Það sem mér þætti gaman að sjá í þessum þáttum væri að Joey eignaðist aðra vini, þeir myndu aldrei jafnast á við hina vinina en samt sem áður yrði ekkert gaman að þáttunum með honum einum. Það sem væri líka gaman að sjá væri ef gömlu góðu vinirnir kæmu í heimsókn kannski einu sinni í seríu, þaes. ef það verður gerð fleiri en ein. Það sem væri langflottast væri að Joey myndi stofna hljómsveit, með Ozzy Osbourne og Karry King. Í fyrsta þættinum í 6. seríu (TO Vegas held ég) heyrist Joey syngja lögin “I Wanna Rock And Roll All Nite” með kiss og “Space Oddity” með David Bowie. Það væri einnig flott ef að hann ætti kvennabúr, apa o.fl.

Jæja, þetta er víst farið að ganga út í öfgar þannig ég held ég hætti að skrifa í bili :)
AlmarD