ókei, núverandi könnun um besta gestaleikarann er léleg, það er ekkert lagt í hana, það er ekki einu sinni reynt að skrifa nönfin á leikurunum rétt, það er sleppt leikara sem var, held ég, mest nefndur fyrir utan Bruce Willis (þeas Ben Stiller). Það er ekki reynt að skrifa neitt um hvaða persónu hver lék og síðan eru á listanum leikarar sem komu það oft fram í þáttunum að þeir geta ekki talist gestaleikarar.

Mér er sama þótt skoðanakannanir séu um ómerkilega hluti, mega vera um hvað sem er mín vegna en munið að galli í könnuninni pirrar nær alla sem koma inn á áhugamálið. Endilega spáið í þetta áður en þið sendið inn kannanir: Er ég að gleyma einhverju? Er ég að gera stafsetningarvillur? Er ég hlutlaus í því hvernig ég set fram möguleikana? Get ég orðað þetta betur?

Þarf ekki að vera fullkomin stafsetning en maður ætti samt að athuga málið, sjáið hrikalegt dæmi um stafsetningavillur í skoðanakönnun inn á Dulspeki. http://www.hugi.is/forsida/skodanir.php?skodana_id=3174

Að gleyma möguleika er líklega það versta og það er leiðindadæmi um það á Börnin Okkar. http://www.hugi.is/forsida/skodanir.php?skodana_id=2954

Sú könnun sem var lengst frá því að vera hlutlaus, að mínu mati, birtist á Púlsinum, þið finnið hana á þessu urli: http://www.hugi.is/pulsinn/skodanir.php?skodana_id=2876

Ég mun halda áfram að gagnrýna skoðanakannanir af því að ég vona að það endi með því að fólk vandi sig meira.
<A href="