"Joey" og flækja kossanna Nú hefur (eins og ég held flestir vita) verið endanlega ákveðið að það eigi að gera sérþátt um karakterinn okkar Joey sem verður sýndur stuttu eftir að tíundu og síðustu seríunni um vinina verður lokið. Þátturinn mun bera frumlega nafnið “Joey” og Matt LeBlanc fær víst slatta af bleðlum fyrir þættina. Matti er eini “vinurinn” sem að hefur dottið í hug að ræða um framhald af Friends við framleiðendurna og verður “Joey” eini þátturinn á sjónvarpsstöðinni NBC sem að gerir framhald af þáttaröð sem inniheldur aðeins eina af persónunni síðan Fraiser hófst eftir þættina “Staupasteinn” eða þekktur á ensku sem “Cheers”. Nú er aðeins spurning hvort að ykkur lítist vel á málið og endilega svarið hvað ykkur fynnst um það…

Er þetta fáránleg hugmynd… eða er hún bara góð?

… að mínu mati þá fannst mér þessi hugmynd vera út í Hróa Hött þegar ég heyrði hana fyrst (en þá var Matti ekki búinn að íhuga hlutina til enda). Svo þegar ég hugsaði út í það þá grunaði mig um sniffins að þættirnir væru ekki svo slæm hugmynd. Ég veit ekki alveg afhverju ég var á móti þessu í fyrstu ennþá. Svo undirritar LeBlanc blöðin og ég verð bara býsna glaður…

En snúum okkur að öðru máli. Fyrst að ég er að tala um Joey fer ég náttúrulega að tala um Rachel…. og á endanum um Ross og Charlie og hvernig mér finnst að hlutir ættu að fara í 10 seríu. Ef að þið hafið engann áhuga á að vita það ættuð þið að hætta að lesa. Margir hafa deilt um það hvort Joey og Rachel ættu að byrja saman og vera saman, eða ekki gera neitt í málinu. Eða hvort Charlie eigi að fara eða vera. Ýmist hefur líka verið deilt um það hvort Rachel fari og Charlie verði í staðinn fyrir hana (sem að persónulega mér finnst vera nautaskítur og flest ykkar eru ábyggilega á sama máli).

Hér er svo mín niðurstaða á málinu:

Kossinn hjá Joey og Rachel. Þetta hlýtur að hafa verið aðeins þessi eini koss því að næsta sería verður örugglega tekin upp þar sem hin endaði. Og þá fatta þau vonandi hvað þau hafa verið að gera, fundist þetta vera vitlaust og gleyma þessu :) svo vona ég að Ross og Charlie byrji saman í smá stund og á endanum ráðist Rachel á Ross í einhverri ástarvímu out of da blue og kyssi hann á fullu. Charlie kemur að þeim og fer úr þáttunum :D:D:D:D:D:D:D síðan verður lokaþátturinn einhver double-lenght dramavæla þar sem er litið aftur í fortíðina og framtíðina :P Mike biður Phoebe og senan endar með því að Phoebe brosi út að eyrum og að áhorfendur búist náttúrulega við því að hún hafi sagt “já”. Chandler og Monica ganga inn á ættleiðingarstofnun og í alveg endann á þættinum verður einhver svona “cute” sena með Emmu og ættleidda barninu (að hætti kananna).

… en svo eru þetta líka aðeins hugleiðingar… ;)

Kv.
Kexi

P.S. Megi 10 sería verða góð!
_________________________________________________