Ef þú pælir í því þá eru til alveg yfir 200 friends þættir… En er ekki erfitt að velja bara nokkra uppáhalds? En ef ég þyrfti að velja mína fimm uppáhalds, yrðu það þessir:

5. Þessi í Las Vegas þar sem að Ross og Rachel gifta sig, Joey finnur “his handtwin”, Chandler og Monica giftast næstum og Phoebe heitir Regina Phalangie. Klassaþáttur

4. Þessi þar sem að þau fara öll út í rúbbí þegar það er Þakkargjörð. Chandler og Joey “berjast” um hollensku stelpuna, Monica og Ross berjast um Geller bikarinn, Rachel goes long og spilar sinn fyrsta rúbbíleik og skorar….eða hvað?

3. Þessi með Unagi! Ross fer alveg á kostum í þessum þætti þegar hann er að kenna Phoebe og Rachel hvað unagi er og allt bullið í kringum það. Á meðan halda Chandler og Monica upp á Valentínusardaginn með því að gefa heimatilbúnar gjafir. Joey ræður Karl til þess að vera tvíburinn hans í ikkuri rannsókn sem gefur 2000 dali

2. Þessi með boltanum þar sem að þau slá met í að kasta bolta á milli sín án þess að missa hann. Rachel fær sem kött sem kostar morðfjár. Phoebe hættir svo við að flytja inn með Gary.

1. Lokaþátturinn í 9.seríunni. Hann er algjör snilld finnst mér.
Þau fara á Barbados (minnir mig) því Ross er að fara að flytja ræðu sem Chandler eyðir óvart út… Hárið á Monicu fer allt í klessu út af loftinu og hún flippar í borðtennis á móti Mike, sem endar með Phoebe en ekki David, jeij. En svo enda Rach og Joe saman og Ross og Charlie

En hverjir eru fimm uppáhalds þættirnir þínir?