Þessi í Barbados og lokin í bili Blessuð aftur!

Hér (eftir litla fríið mitt síðan frá greininni minni um Janice) ætla ég aðeins að spjalla um lokaþátt níundu seríu í Friends og fríið okkar núna frá vinunum hlægilegu í bili. Þessi sería hefur verið virkilega umdeild þessa dagana (nefnist ekki einu sinni á endinn) og ég hef verið að pæla í því alla síðustu viku um að skrifa grein til að koma góðri umræðu af stað um þennan þátt til að sjá hvað ykkur flestum finnst raunverulega um málið. Í greininni ætla ég ýmis að fjalla um þennan þátt, sem vám á sér stað í Barbados (þó ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki verið tekin upp í Barbados ;) og seríuna í heild sinni. Nokkursskonar gagnrýni. Serían var bæði skemmtileg og… jaa… dálítið spennandi (dálítið fyrirsjáanleg ;) en þó var það eitthvað sem angraði mig við hana. En við komum að því seinna, ekki satt?

— SÖGUÞRÁÐURINN OG ÞÁTTURINN —

Spennan er í loftinu og hver einasti vinur er spenntur frá toppi til táar fyrir Barbados og sólinni blíðu… þó kvíðinn er því miður líka til staðar fyrir ræðunni hans Ross ;p
Joey og Charlie í ess-inu sínu með þetta óvenjulega samband þeirra og Ross ástfanginn af Charlie og Rachel ástfangin af Joey. Ross og Rachel eiga vám barn saman þannig að það flækir málin enn meira og aðeins Guð má vita hvernig það endar.

Þegar þátturinn er kominn dálítið á stað, sér maður Phoebe, Mike (nei úpps, meina David ;), Monicu og Chandler á kaffihúsinu að spjalla saman. Ef mig minnir voru þau að tala um hvort þau ættu að aka í sama leigubíl til hótelsins. Phoebe er allavega eitthvað að minnast á það, þegar hún kallar David óvart Mike og kemur sér í alvarlega klípu. Monica heldur að þetta sé ekki tilviljun og hún elski enn Mike. Þegar stelpurnar eru farnar út af kaffihúsinu fer David að þvinga Chandler til að gefa sér ráð til að “láta” Phoebe komast yfir Mike. Chandler lætur hann vita af því að Mike var ekki tilbúinn fyrir stórar skuldbindingar (giftingu) og David ákveður í skyndi að hann ætli að biðja Phoebe um að giftast sér. Chandler áttar sig á því hvað hann hefur gert.

Þegar komið er til Barbados er “fjörið á fullu”. Rigningin í fullu fjöri og við skulum segja að ekki var kátt í koti þá. Joey verður rosa vonbrigðinn því að hann bjóst við strönd, flottum píum og tækifærum til að grafa holur. En það sem hann fær er hellidemba, ekkert sérlega fríðir steingervingafræðingar og engar holur. Ross er frægur, gefur eiginhandaráritanir hægri vinstri, og enginn á sjónvarp þannig að enginn hefur hugmynd um hver Joey Tribbiani er. Þegar Monica og restin af vinunum mæta á svæðið er svo sannarlega hlegið (og það sama má segja um restina af senunum sem Monica er í ;). Allt hárið hennar er gjörsamlega út í loftið og ef það væri sól á ströndinni sæist hún varla fyrir því. En nóg komið af því. Chandler reynir að láta Monicu vita undir fjórum augum að hann hafi látið David vita af hræðslu Mike við skuldbindingar og David hafði ákveðið að biðja Phoebe að giftast sér og m.a.s. þetta kvöldið. Monica babblar eitthvað um að þau hafa farið margoft yfir það að Chandler eigi ALDREI að gefa öðru fólki heilræði. Hún segir að Phoebe eigi eftir að segja “nei”, hryggbrýtur David og hún endar ein aftur.

Chandler: Man, that was a bad advice.

Monica ákveður að drífa sig í því og láta Phoebe vita af gangi mála. Phoebe telur þetta aðeins vera góð hugmynd til að komast yfir Mike og ákveður að segja “já” þegar David ber upp stóru spurninguna. Monica telur sig vita að þetta eigi eftir að enda illa þar sem að hún er handviss um að Phoebe elski Mike ennþá.

Komið er upp í herbergin sín. Monica er búin að hringja í Mike og láta hann vita af bónorði Davids um kvöldið en Mike ákveður að gera ekkert í málinu ef að ástarsamband með David sé það sem hún virkilega vill. Monica ákveður þar með að hætta að reyna að bjarga því sem Phoebe hefði getað átt með Mike.

Ross hefur nýklárað að lesa ræðuna sína fyrir Charlie (fyrir daginn eftir) og hefur hún enga athugasemd við hana. Finnst ræðan frábær. Chandler, Joey og Rachel koma og Chandler fær að athuga tölvupóstinn sinn (vám í tölvunni sem að ræðan er geymd) og allt í einu hverfur ræðan..!! Chandler hafði opnað tölvupóst sem innihélt vírus (og þ.á.m. líka nektarmyndir af tennisstjörnunni Önnu Kournikova =p) og ræðan og allt hvarf umsvifarlaust. Ræðuhöldin daginn eftir, nema Ross hefur enga ræðu. Charlie ákveður að reyna að hjálpa Ross að endurskrifa greinina fram eftir öllu, og þar með hættir við mataráform með Joey. Joey og Rachel ákveða að skemmta sér bara í staðinn og reyna að stela sér inn á ræðuhöld hjá steingervingafræðingum fram eftir öllu kveldi.

Það er komið að kvöldverðinum merkilega hjá Phoebe og David og náttúrulega eru Monica og Chandler ekki langt frá að liggja á hleri. David er við það að taka hringinn fram þegar Mike birtist á Barbados… öllum að óvörum. Mike sannar það að hann elski Phoebe svo mikið að hann geti ekki látið hana frá sér. Phoebe hryggbrýtur David (þó David þykist nokkurn veginn skilja) og fellur í fangið á Mike.

En að endurskrifum Charlie og Ross. Eftir að Ross hefur verið að byggja pýramída úr tómum sjampó-flöskum (eða hvað í ósköpunum sem hann var að gera) hefur Charlie reynt að muna hvert einasta orð úr “fyrrverandi” ræðunni hans og klárar hana með pompi og prakti. Ross og Charlie fagna með kampavínsglasi og kynnast hvor öðru betur. Komast að því hvað þau eiga sameiginlegt eins og t.d. að Charlie átti líka bónda sem að reyndist vera “hinsegin”. Joey og Rachel hafa verið að smygla sér inn á ræður um steingervinga, fengið sér dálítið í glas og Joey byrjar að tala um það hvort að Rachel hafi áhuga á einhverjum í blikinu heima í New York þegar Ross og Charlie koma að þeim spjallandi saman. Joey og Charlie fara inn á herbergi og Rachel fer í herbergið sitt að sofa og sömuleiðis Ross.

Það er kominn morgunn í rúmi turtildúfnanna og Monica og Chandler eru að vakna í faðmlögum þegar Rachel hleypur sem snöggvast inn í herbergið og dregur frá gluggatjöldunum. Það er komin sól og þetta er tækifærið til að fá smá brúnku og skemmtun á ströndinni. Chandler minnist á það að ræðan hans Ross er u.þ.b. að hefjast og þá er ekki lengur fjör hjá æskuvinkonunum. Snilld þegar þær kalla: “Nei!!” og Ross kallar úr öðru herbergi:

“The walls are pritty thin, guys……..”
Ræðuhöldin hefjast og Monica og Rachel stara út um gluggan á alla steingervingafræðingana að fá brúnku og skemmta sér. Joey er upptekinn við það að hlæja að “homo arrectus” í ræðunni og Rachel tekur líka undir með smá flissi. Önnur vísbending fyrir Charlie um að Joey sé ekki rétti náunginn fyrir hana. Þegar ræðuhöldunum er lokið eru allir hæstánægðir með ræðuna (sérstaklega Charlie) og Ross fær sérstakan aðdáanda í safnið sem virðist vera hommi. Hann býður Ross í glas og ekki verður sloppið auðveldlega frá barnum í það skiptið ;)

Monica og Rachel reyna að stökkva út til að ná í það sem eftir er af sólinni en því miður er rigningin byrjuð aftur… þ.e.a.s. leiðindin byrjuð aftur. Rachel fer upp á herbergi og Monica og Chandler spjalla aðeins við Phoebe og Mike sem að nefnast á það að það sé borðtennisborð til staðar í leikjasal hótelsins. Monica verður dálítið æst og hvetur alla til að koma með sér og kíkja á það.

Uppi í herbergi hjá Joey og Charlie. Charlie er u.þ.b. að fara að nota frægu “we need to talk”-setninguna í sambandsslitum.

Joey: Yeah, I think we do………….. about what..?

… og með þeirri setningu endar það atriði.

Monica og félagar eru komin niður í leikjasal og nú er ljósið við endann á göngunum framundan hjá hinum. Phoebe og Chandler eru skíthrædd við Monicu og óhugnarlegann keppnisandann hennar. Allt í einu tekur Mike að sér það verkefni að keppa við Monicu í borðtennis. Öllum að óvörum (eins og alltaf ;) er Mike virkilega góður í borðtennis og keppnisandinn á við Rottweiler-hund…… nauh, alveg eins og hjá Monicu..!!

Rachel er inni í herberginu sínu að slappa af þegar Joey þrumar inn, dálítið dapur á svip. Hann lætur hana vita af sambandsslitum hans og Charlie og að þau hafi ekki átt neitt sameiginlegt. Joey byrjar eitthvað að tala um hvað hann er alltaf á eftir vitlausri konu (vám sem kom mér nokkuð á óvart, að hann sé á eftir einhverri konu því að hann er jú, one-night-stand náungi) og Rachel segir að það sé einhver þarna úti fyrir hann. Hann ákveður að taka smá göngutúr og er rétt kominn út um dyrnar þegar hann skilur loks hvað Rachel átti við. Hann æðir aftur inn hrópandi: “Ert ÞÚ hrifin af MÉR?!”. Rachel reynir að útskýra allt eins vel og hún getur og lætur hann vita af skotinu hennar sem hefur gengið yfir í u.þ.b. mánuð. Joey ákveður að gera ekkert í því út af Ross og Emmu. Hann yfirgefur herbergið enn og aftur í smá göngutúr um hótelið.

En nú er komið að Ross sem er fastur á barnum með hommalega náunganum og eftir allt “chitt-chattið” er svipurinn á Ross kallinum priceless þegar kona aðdáendans mætir á barinn. Charlie mætir líka í kjölfarið (Ross til bjargar =p) og lætur hann vita af sambandsslitunum við Joey. Hún ætlar að fara að láta hann vita af því að annar maður hafi verið í veginum fyrir Joey um tíma þegar fullt af steingervingafræðingum mæta á svæðið til að fleygja Ross í innanhússlaugina (leikur hjá þeim njörðum að fleygja aðalræðumanninum í laugina ;) en þeir ákveða (þar sem Charlie er þar líka) að taka hana með. Ross og Charlie flýja um leið og eru elt af klikkuðum risaeðludoktorum.
Í borðtennisleiknum eru Monica og Mike á fullu og hafa verið að í fjóra klukkutíma. Frábært þegar Phoebe er svona rosalega turned-on yfir Mike í svitabaðinu sínu og spyr Chandler hvort að hann sé ekki eitthvað turned-on yfir Monicu í blikinu. Monica með allt þetta hár og sveitt eins og ég veit ekki hvað kemur Chandler með þessa snilldarsetningu að í þetta fyrsta skipti finnst honum hann vera meira aðlaðandi. Nú er næstsíðasta uppgjöf, spennan er mögnuð, en þá meiðir Monica sig alvarlega og ákveður að gefast upp fyrir Mike. Þá kemur Chandler til bjargar til að reyna að vinna leikinn fyrir hana í síðustu uppgjöf. Enn og aftur nota ég orðasamsetninguna “öllum að óvörum” því það á svo sannarlega við hér. Chandler er rosa góður í borðtennis og er í rafmögnuðu stuði. Þá kemur eftirminnilegasta setningin í þættinum.

Phoebe: It’s like watching porn!!!

Leikurinn endar loks með því í þessari frábæru uppgjöf að Chandler vinnur leikinn og Monica verður rosa ánægð. Hélt náttúrulega að Chandler væri ömurlegur þannig… hehe…

Charlie er í felum fyrir brjálæðu steingervingafræðingunum og Ross nánast skríðir á felustaðinn með tvo martínía til að stytta þeim stundir. Hann segist að barþjónninn hafi sagt honum að doktorarnir hafi skipt sér í tvo hópa: Kjötæturnar og Jurtaætur. Snilld. En eins og ég segi, kemur Charlie sér aftur að því sem hún byrjaði á því að segja áður fyrr. Að hún hafi verið hrifin af Ross allan tímann. Eitt leiðir af öðru og þau enda í faðmlögum, kyssandi. Joey í sínum göngutúr um hótelið, sér þetta og verður ákaflega hissa. Hann ákveður að halda áfram að ganga, hálfhryggbrotinn gengur hann að herberginu hennar Rachel. Hann bankar. Rachel opnar hurðina: “What…?”

Joey gengur upp að Rachel, kyssir hana fullur af ástríðu. Rachel andvarpar og þessi djúpi koss heldur áfram. Joey skellir hurðinni á myndavélina. Endir níundu seríu.

— HVAÐ MÉR FANNST UM ÞÁTTINN —

Jahá, þessi þáttur var svosem ágætur, en eins og ég sagði áður var það eitthvað sem angraði mig við hann. Eitthvað sambandi við það hvernig allir enduðu saman. Nú hefur náttúrulega verið talað mikið um það hvort Charlie sé sjöundi vinurinn og ég er í þeim hópi (örugglega meiri hlutinn) sem finnst það vera mínus. Mér líður eins og Rachel leið í einum af lokaþáttunum (næstsíðasta ef mig minnir rétt) að Charlie eigi ekkert heima í þessum hópi. Burt með Charlie í 10 seríu verð ég því miður að segja.

Eitt af því sem mér fannst virkilega skrítið við Joey er hvað hann var ólíkur sjálfum sér í þessum þætti. Hann var eitthvað svo venjulegur… svo líkur sjálfum sér (þ.e.a.s. Matt LeBlanc). Kannski er það bara ég, eða er Joey búinn að breytast heilmikið gegnum tíundu seríu?! Allt í einu byrjaður að leita eitthvað rosa mikið að “réttu konunni” og eitthvað svaka. Hmm…. hugsunarefni.

Mér fannst það vera eins og að fá hnefa í smettið þegar Phoebe valdi Mike. Eftir allt þetta zik-zak samband hennar og Davids sem gengur alveg tilbaka í fyrstu seríu. Hver man ekki eftir því þegar David þurfti að fara til Minsk um áramótin og skildi Phoebe eftir sorgmædda á tímamótum ára? Klassík.

Frá byrjuninni fannst mér alltaf að Friends ætti að enda eins og Friends byrjaði. Allir single. Ég skipti um skoðun þegar Monica og Chandler trúlofuðu sig í enda sjöttu seríu sem var eitt af væmnustu atriðum Friends-sögunnar. Þegar Joey og Rachel voru u.þ.b. að fara að kyssast í lokin bjóst ég við einhverjum rosaöskrum og blístrum og látum í áhorfendum eins og í trúlofunaratriðinu en svo var ekki. Áhorfendurnir voru greinilega bara svona hissa eða það voru engir áhorfendur í því atriði því að staffið hélt kannski að það yrðu OF mikil læti =p

Til að dæma þennan endi fullkomlega verð ég helst að vera búinn að sjá byrjunina á 10 seríu því að hver veit hvort að Rachel og Joey eða Charlie og Ross byrji saman? Ég meina, einn koss þarf ekki að þýða samband. Og ef svo er verð ég því miður að segja: “búúúú”.

**1/2 / ***** (tvær og hálf stjarna af fimm stjörnum)
fær þessi þáttur vegna leiðinlegra mótmæla minna sambandi við endinn. Sorry.

— HVAÐ MÉR FANNST UM 9. SERÍU —

Hmm….. hvað get ég sagt…?
Byrjaði með blasti, féll smá niður í miðjunni, endaði með ágætis stæl.

*** / ***** (þrjár stjörnur af fimm stjörnum)
fær þessa ágætis sería í þessari frábæru sögu sem ég vona að endi vel.

Þakkir fyrir áheyrnina,
Kexi
_________________________________________________