Jæja, hér ætla ég að skrifa mitt álit á (næstum) öllu varðandi þættina þaes. persónunum, leikurunum og seríunum.

PERSÓNURNAR

Ross:
Ross er snilldar karakter. Hann er fyndinn, skrítinn, vitlaus inn á milli og það sem er skemmtilegast við hann er nördaeðlið í honum.
Hann á snilldar setningar, sem koma inná milli og auðvitað er það bara fyndið þegar hann er að segja sögur af safninu.

Joey:
Joey, án efa sá heimskasti í hópnum.
Liggur við að maður springi úr hlátri þegar hann kemur með comment inná milli. “How you doin'”, ein merkasta setning í þáttunum.
Days of our lives er einn steiktasti þáttur í heimi, það er alveg hlægilegt hvernig hann leikur persónuna sína Dr. Drake Ramorey í því.
Vaðar í kvenmönnum :).
Uppáhalds caracterinn minn í þáttunum.

Chandler:
Nú vitna ég í Völu Matt “brilljant brandarar inná milli, alveg brilljant.”
Chandler er hreint út sagt, snillingur!
Hann og Monica gætu ekki passað betur saman, þau eru bæði þessir paranoju-sjúklingar, og fríka alveg út ef eitthvað er ekki eins og það á að vera(þá á ég aðallega um Monicu, Chandler er aðeins mildari í þeim málum ;))

Phoebe:
Phoebe eða Pheebs eins og hún er kölluð af stelpunum er skemmtilegust af stelpunum.
Hún er virkilega furðuleg og heimsk eins og Joey.
Það er gaman hvernig hún fær nokkurneginn köst, það er bara fyndið, ekkert annað.

Monica:
Snilldar taktar í eldhúsinu!
Hún er snillingur, sérstaklega þegar kemur að hreinlæti! hún og Chandler gætu ekki passað betur saman(eins og ég minntist á rétt áðan).
Þegar hún sést feit hlær maður af sér rassgatið(afsakið orðbragðið).

Rachel:
Rachel er slakasti caracterinn(að mínu mati auðvitað).
Hún kemur samt með fyndið eins og allir í hópnum. Hún og Ross eru samt fyndin saman, en alls ekki ein. Hún er dauðfyndin með risanebban.


LEIKARARNIR

David Schwimmer:
Hann fer frábærlega með Ross.
Ég hef ekki séð hann í mörgum myndum/þáttum, en hann fær samt allt mitt respect.
Hann er eftirminnilegastur í Band of Brothers.

Matt LeBlanc:
Beztur.
Hann hef ég séð í einni mynd sem ber hið frumlega og skemmtilega nafn “Ed”.
Mér brá þegar ég heyrði að hann væri í mjög alvarlegu sambandi sem er einmitt andstæða Joeys.

Matthew Perry:
Heitastur af þeim öllum, ég gíska á að hann muni vera lang frægastur af strákunum þegar 10. seríu lýkur.
Annars hef ég mjög lítið að segja um hann.

Lisa Kudrow:
Snilldar leikkona.
Hef ekkert um hana að segja.

Courtney Arquette Cox:
Góð leikkona, friends væri ekkert á hennar, leikur Monicu snilldarlega.
Veit alls ekkert um hana, en eina sem ég get sagt er góð leikkona.

Jennifer Aniston:
Hún mun örugglega komast lengst áfram eftir þættina, enda frægust.
Hún hefur leikið í flestum myndum af þeim öllum.

SERíURNAR

1. sería:
Besta serían, allir þættirnir eru góðir, allt gott. Nema þetta Ross - Rachel dæmi.

2. sería:
Allt gott nema Ross - Rachel eins og í seríunni að undan.

3. sería:
Snilld og aftur snilld.
Ross - Rachel enn og einu sinni.

4. sería:
Snilld, allt nema Emily, það liggur við að maður gubbi yfir henni.

5. sería:
Besta serían, og mun vera það.

6. sería:
Snilld, snilld, snilld og enn einu sinni til viðbótar snilld.

7. sería:
BOOOOOOORING!
Ég var löngu kominn með ógeð á brúðkaupinu áður en það var.
Þetta er byrjunin á “einu sinni séð ógeð um leið”.

8. sería:
Góð, en samt ekki eins og fyrstu seríurnar þaes. klassískar.
Sá hana einu sinni, góð fyrst.

9. serían:
Ein af þeim bestu, en eins og fyrri serían þá er hún svona sem maður horfir á einu sinni.


Well, thats pritty much it :)

Kveðja AlmarD