Ég efast um að margir hafi tekið eftir því en Friends hefur fengið ýmislegt “lánað” frá meistara Woody.

Besta dæmið er náttúrulega samsvörun milli karakters Woody Allen í Manhattan og Ross. Í Manhattan leikur Woody náunga sem á í ýmsum vandamálum með ástarlíf sitt, hann er tvískilinn, fyrrverandi konan hans yfirgaf hann fyrir aðra konu og þær alla saman upp barn sem persóna Woodys á. Annað sem minnir á Ross er að í myndinni þá á Woody Allen í sambandi við stúlku sem er miklu yngri en hann og endar sambandið á því að Woody yfirgefur hana vegna aldursmunarins.

Ég hef rekist á fleiri atriði sem Friends hafa tekið úr Woody Allen myndum en ég man því miður ekki nógu vel eftir því núna, ég pósta kannski seinna um það.
<A href="