Eða hvað? Matthew Perry leikarinn góðkunni sem leikur Chandler Bing í Friends virðist (að mínu mati) hafa farið í pínu ponsu aðgerð. Það fyrsta sem ég tók eftir í fyrsta þætti nýjustu seríu var að röddin var ekki alveg eins og áður. Ég fór að skoða þetta betur, skoðaði þáttin gaumgæfilega og gamla þætti til hliðsjónar og það verður ekki um villst röddin er öðruvísi. Svo til viðbótar er munnurinn, eða nánar, efri vörin eitthvað skrítin. Það er eins og hún hafi lyfst eilítið ofar. Maður rekur strax augun í það þegar Perry brosir þessu fræga kaldhæðnisbrosi sínu, með munnin einhvernvegin hálf-lokaðan. Er ég einn um þessa skoðun? Ég er nokkuð sannfærður um að hann hafið eitthvað lappað upp á sig kallinn. Gaman væri að fólk myndi velta þessu fyrir sér og tjá sína skoðun á málinu.