Það skrifaði einhver mætur maður(eða kona) grein hér um daginn um það að Friends væri eini almennilegi þátturinn og dauðadæmdi um leið allar aðrar stöðvar nema Popptíví(ojbara)

Ég var nú ekki alveg sammála og skrifaði gríðarlangt álit sem ég hef ákveðið að endurtaka svo sem flestir geti notið þess,
enjoy :)

Í fyrsta lagi Popp tíví: Ömurleg stöð sem spilar ógeðslega tónlist, það er ekki hægt að horfa á nema svona 1,5% af myndböndunum þarna(okei það eru gellur í sumum þannig að stundum stillir maður bara á mute og horfir á herlegheitin) 70 mínúturnar eru ágætar en þær halda ekki uppi heilli sjónvarpsstöð!

Stöð Eitt: Í langflestum tilvikum drepleiðinleg en stundum nennir maður að horfa á einstaka dagskráliði og vil ég þar nefna: That 70's show, það er sko snilld! Futurama, snilld líka, Fraiser og Suddenly Susan sjá um fimmtudagana og komast vel frá þeim. Á föstudögum bíðar stöð eitt okkur oftast ekkert nema dauða en einstaka sinnum hafa þeir metnað til að sýna góðar myndir. Já ég gleymdi næstum Popular sem er á fimmtudögum, frábærir þættir og svo má heldur ekki gleyma Geimstöðinni sem er alltaf ágæt. Stöð eitt getur verið fín en er samt oftast slök, þeir malla í meðallaginu og fá stóran plús fyrir 70's show, Futurama og Popular.

Skjár einn: Ég er ekki með Skjá einn en horfa oft á hann hjá vinum og kunningjum, þeir eru fínir með Jay Leno í broddi fylkingar og á hæla honum fylgja t.d. Will og Grace, Conan O'brien, Allir elska Raymond og fleiri góðir þættir. Ég myndi segja að Skjár einn hífi sig töluvert yfir meðallagið, amk yfir Stöð eitt og svo er stöðin náttla líka frí!

Sýn: Var nú ekki viss hvort ég ætti að hafa þessa stöð með í upptalningunni, því þetta er nánast ekkert nema íþróttir(which I like very well!) og svo laumast lúmskir þættir þarna inná milli: Letterman auðvitað, Walker the Texas Ranger, Oz og fleiri góðir þættir ef maður nennir að horfa á þá, já og auðvitað snilldin Southpark!

Stöð tvö: Stöð tvö er besta stöðin, ég held að það verði ekki deilt um það,þar eru skástu bíómyndirnar og bestu þættirnir: (Telja upp eftir vikunni, byrja á mánudegi) Party of five, ágætis þættir, seríurnar virðast skiptast á að vera leiðinlegar og skemmtilegar, X-files, Dharma&Greg, ótrúleg snilld og ég hata að þessi þáttur sé á sama tíma og 70' show, Barnfóstran, alltaf ágæt en er farin að koma til ára sinna,Ally McBeal er náttla snilld, Boston Common/Caroline in the City, Spin City er snilld, svo er náttla FRIENDS á laugardögum, STÓR plús það, mættu fá annan snilldarþátt til að fylgja í kjölfarið, eins og t.d. Simpsons,Seinfeld er náttla hættur, ég sakna Buffy og það mætti fá hana aftur, setja hana á föstudaga og Spin City á laugardaga, sunnudagar eru ekki nógu góðir, fyrir utan 60 minutes stundum. Svo má auðvitað ekki gleyma strumpunum! Maður fattar ýmsa brandara sem maður fattaði ekki hérna í den :)

Vá ég trúi ekki að ég hafi nennt að skrifa þetta allt en sem sagt, Stöð tvö hefur vinningin :)

Og ef ég gleymdi einhverjum góðum þætti þá biðst ég forláts!

Ps. Nú þegar þessi grein er skrifuð (á ný) er Buffy kominn aftur á dagskrá Stöðvar tvö (í staðinn fyrir Party of five á mánudögum) Þrefalt húrra fyrir því: Húrra! Húrra! Húrra!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _