Hafið þið tekið eftir muninum á útliti leikarana á milli sería. Ég er sú týpa sem þekki allar seríurnar og það er frekar fyndið að horfa á 1 eða 2. seríuna og horfa svo á t.d 6. seríu. Það er sami húmor sem er gegnumgangandi seríurnar en svo eru leikararnir alveg gjörbreyttir, sem er kannski eðlilegt með þennan árafjölda. Til dæmis er Chandler (Matthew Perry) mjög grannur (nánast óhugnalega) í 3-5. seríu en svo núna í þeirri 6. og líka í 7. er hann orðinn töluvert þyngri. Sama má segja með Monicu (Courtny cox) hún er orðin ferlega grönn núna. En alveg er það merkilegt að það er sami húmorinn í gegnum árin og þeir halda sér alveg. Eins sú staðreynd að það var ætlun höfunda Friends að hafa þetta svona eins og það er í dag, þeas Ross (David Schwimmer) og Rachel (Jennifer Aniston) byrjuðu saman en hættu, giftust og skildu, Chandler (Matthew Perry) og Monica (C. Cox) að búa saman. Svo er Joey (Matt Le Blanc) og Phoebe (Lisa Kudrow) á lausu og ég spái því að þau endi saman :)))