Allir saman nú Kæru Hugarar
Nú er það þannig að allir í friends hafa skrifað upp á samning um að leika í kvikmynd sem verður byggð á þáttunum og fær hvert þeirra sem samsvarar tæpum milljarði íslenskra króna fyrir vikið og líka prósentu af innkomu.
Jennifer Aniston sem leikur Rachel var áður búin að vera að íhuga að hætta að leika í þáttunum því henni langar víst mikið að fara að eignast börn með manni sínum Brad Pitt. Það er víst núna orðið ljóst að hún hefur ákveðið að halda áfram með þeim og hefur hún samþykkt að leika í tíundu seríunni.
Kvikmyndin hefur verið lengi í loftinu og víst Jennifer hefur ákveðið að leika áfram var slegið til að búa til þessa mynd.
Byrjað verður að sýna níundu seríuna af friends þáttunum fljótlega á stöð 2. Ég er búin að sjá nokkra þætti af þessari nýju seríu og mér finnst þessir þættir sem ég hef séð frábærir en maður verður bara að bíða því enn verða friends þættirnir sýndir og bráðum kvikmynd.
Kv. Hallat