Breytti svarthvítri mynd í litaða
Ég var bara eitthvað að leika mér um daginn og tók litla búta úr gömlum myndum eftir mig og vann þa í ps og Illustrator. Þetta er svo útkoman.
Ég hef aldrei kunnað að klippa út hár í PS almennilega, rakst svo á tutorial sem kennir það, og er nokkuð sáttur með útkomuna.
Ég gerði þessa einstaklega flippuðu mynd eftir toturiali sem að ég fann einhversstaðar. Ég vildi að ég gæti gefið ykkur link á það en ég bara man ekkert hvar ég sá það. Gæti alveg líka verið einhversstaðar á þessu áhugamáli en skiptir engu…